Dagskrá landsfundar Flokks fólksins 8. -9. sept. 2018

Laugardagur 8. september

12:0013:00 – Skráning og afhending gagna.
13:00A. Ræða formanns
            B. Ræður alþingismanna og borgarfulltrúa flokksins.
            C. Kynning á heimasíðu og nýju merki flokksins.
14:1519:00A. Skýrsla stjórnar og reikningar.
                        B. Tillaga laganefndar.
                        C. Drög að ályktunum starfsnefnda.
                        D. Drög að stjórnmálaályktun.
                        E. Flutningur tillagna og fyrirspurnir.
                        F. Nefndastörf í þremur nefndum.

Sunnudagur 9. september

09:00 – Nefndastörf.
10:00 – Fundarstörf. Afgreiðsla mála frá nefndum.
11:00 – Framboðsræður til formanns og varaformannskjörs. Kosning.
13:00 – Framboðsræður til stjórnarkjörs. Kosning.
14.30 – Framboðsræður til varastjórnar. Kosning. Við lok fundarstarfa, ræða formanns og fundarslit.

Fundarsköp á landsfundi:

1. Í umræðum hefur hver ræðumaður fjórar mínútur. Í annað sinn um sama mál tvær mínútur og í þriðja sinn eina mínútu.
2. Hafi fundarmaður flutt tillögu við framlagningu mála getur hann fylgt því máli eftir við afgreiðslu. Hafi fundarmaður starfað í viðkomandi nefnd og flutt þar tillögu, sem hafi ekki verið samþykkt, getur hann fylgt tillögu sinni eftir á fundinum.
3. Formaður hverrar nefndar stjórnar nefndarstörfum. Hver nefnd velur sér ritara og varaformann nefndar.
4. Í umfjöllun um breytingar á Samþykktum Flokks fólksins, eru aðeins til umræðu framkomnar tillögur, sem laganefnd Flokks fólksins mun tala fyrir á laugardag.  Verði ágreiningur eru tillögur bornar upp og einfaldur meirihluti ræður úrslitum. Í lok umræðu eru breytingar á Samþykktunum bornar upp í heild og ná þær því aðeins fram að ganga að 2/3 hluti greiddra atkvæða samþykki þær hið minnsta.

Close Menu