Fólkið fyrst 

Flokkur fólksins vill auka jöfnuð í Reykjavík og kallar eftir réttlæti fyrir alla samfélagshópa. Borgarbáknið hefur þanist út með ótrúlegum fjölda nýráðninga en því miður ekki á velferðarsviði eða skóla- og frístundasviði. Mannekla er í mörgum störfum, t.d. í leikskólum, frístundaheimilum og heimaþjónustu. Í ofanálag hafa allt of mörg kostnaðarsöm mistök átt sér stað í útboðum og framkvæmdum hjá borginni. Það er ótækt að bruðla með fjármuni sem gætu annars stórbætt þjónustu og velferð fólks. Til að ná fram endurbótum, sem þjóna hagsmunum borgarbúa, er frumskilyrði að borin sé virðing fyrir skattfé þeirra en þó fyrst og fremst að borin sé virðing fyrir fólkinu sjálfu og þörfum þess.

Smelltu og við svörum gagnvirkt

1. sæti

Kolbrún Baldursdóttir

Borgarfulltrúi og sálfræðingur

2. sæti

Helga Þórðardóttir

Kennari við Barnaspítala Hringsins

3. sæti

Einar Sveinbjörn Guðmundsson

Kerfisfræðingur

4. sæti

Natalie Guðríður Gunnarsdóttir

Stuðningsfulltrúi og háskólanemi

5. sæti

Rúnar Sigurjónsson

Vélsmiður

Forgangsmál Flokks fólksins í Reykjavík

Skiljum enga eftir

Langir biðlistar eru eftir allri þjónustu á vegum Reykjavíkurborgar. Flokkur fólksins mun koma til móts við þau 1.900 börn sem bíða eftir faglegri aðstoð frá Skólaþjónustu Reykjavíkur. Við munum útrýma slíkum biðlistum. Bið barna, t.d eftir nauðsynlegri sálfræðiaðstoð, getur kostað líf.

Við teljum fjársjóð fólginn í því að taka utan um börn sem verða út undan vegna slæmrar fjárhagsstöðu foreldra. Við munum tryggja öllum börnum aðgengi að tómstundastarfi, þ.á.m. tónlista- og íþróttastarfsemi. Við munum einnig koma á gjaldfrjálsum máltíðum í skólum fyrir þau börn sem þarfnast þeirra.

Erfitt hefur verið að fullmanna leikskóla í Reykjavík og fjöldi leikskólabarna þurft að vera heima þess vegna. Við viljum greiða foreldrum, sem ákveða að hafa börnin sín heima á aldrinum 1 til allt að 2 ára, mánaðalegan styrk sem jafngildir niðurgreiðslum Reykjavíkurborgar fyrir hvert barn í leikskóla. Þannig eiga foreldrar þess kost að vera heima með börnunum sínum og þar með minnkar álagið á leikskólana.

Við munum innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í Reykjavík.

Við viljum efla stuðning við viðkvæma hópa eins og öryrkja og aldraða, m.a. með fjárstyrkjum til hagsmunasamtaka þeirra.

Tryggja þarf öryrkjum og öldruðum betra aðgengi að þjónustustofnunum borgarinnar, rækta samskipti við þá og koma upplýsingum til þeirra sem nota ekki netlausnir.

Búsetuöryggi fyrir alla

Eitt helsta hagsmunamál borgarbúa er að efnt verði til stórátaks í framboði á lóðum og ódýrum íbúðum. Sjálfsagt er að þétta byggð en við munum forgangsraða STRAX að brjóta land undir ódýrar lóðir í suðurhlíðum Úlfarsfells og svæðinu austur af Úlfarsárdal. Ártúnshöfðinn er langt kominn í skipulagsferli, í Keldnalandi er hægt að byggja meira og Kjalarnes kemst í alfaraleið með Sundabraut. Reykjavík á nóg land undir lóðir. Nýtum það strax og höfum allar lóðir að kostnaðarverði!

Um þúsund manns bíða eftir félagslegu húsnæði og sértæku húsnæði fyrir fatlað fólk. Við munum taka rækilega á þeim alvarlega skorti og tryggja öllum aðgengi að félagslegu húsnæði sem þarfnast þess. Grunnkrafan er alltaf fæði, klæði og HÚSNÆÐI fyrir alla!

Við munum skipuleggja svæði undir uppbyggingu húsnæðis fyrir aldraða í umhverfi sem hentar þeirra þörfum. Útrýma þarf húsnæðisskorti aldraðra á eins skömmum tíma og unnt er.

Til að gera öldruðum kleift að búa eins lengi heima og þeir vilja, þarf að tryggja þeim viðeigandi heimaþjónustu.

Flokkur fólksins mun berjast með kjafti og klóm fyrir því að útrýma biðlistum vegna skorts á hjúkrunarrýmum í Reykjavík. Það er með öllu ótækt að fólk með færni og heilsumat þurfi að dveljast mánuðum saman á Landspítala vegna skorts á hjúkrunarrýmum.

Samgöngur fyrir alla

Flokkur fólksins vill mæta mismunandi samgönguþörfum borgabúa, í stað þess að þvinga þá til að nota lausnir sem henta þeim ekki.

Við styðjum uppbyggingu á fjölbreyttum samgönguleiðum en virðum þá staðreynd að langflestir Reykvíkingar ferðast með bílum. Skipulag má ekki þrengja meira að bílaumferð en þegar er orðið og taka verður á óþolandi töfum í umferðinni. 

Við viljum að frítt sé í strætó fyrir alla. Almenningssamgöngur eiga að vera góður valkostur og enginn á að vera útilokaður frá þeirri þjónustu vegna bágrar fjárhagsstöðu.

Sundabraut er algjört forgangsmál og framkvæmdir verða að hefjast sem allra fyrst.

Tryggja þarf aðgengi allra borgara, þ.á.m. bílastæðaaðgengi öryrkja og aldraðra um alla borg. Miðbærinn má ekki verða einkaeign hinna útvöldu!

Framboðslisti Flokks Fólksins í Reykjavík

1. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi og sálfræðingur
2. Helga Þórðardóttir, kennari við Barnaspítala Hringsins
3. Einar Sveinbjörn Guðmundsson, kerfisfræðingur
4. Natalie Guðríður Gunnarsdóttir, stuðningsfulltrúi og háskólanemi
5. Rúnar Sigurjónsson, vélsmiður
6. Gefn Baldursdóttir, læknaritari
7. Þráinn Óskarsson, framhaldsskólakennari
8. Harpa Karlsdóttir, heilbrigðisgagnafræðingur
9. Halldóra Gestsdóttir, hönnuður
10. Þröstur Ingólfur Víðisson, yfirverkstjóri
11. Birgir Jóhann Birgisson, tónlistarmaður
12. Stefanía Sesselja Hinriksdóttir, þjónustufulltrúi
13. Kristján Salvar Davíðsson, fv. leigubilsstjóri
14. Hjördís Björg Kristinsdóttir, snyrtifræðingur
15. Valur Sigurðsson, rafvirki
16. Magnús Sigurjónsson, vélfræðingur
17. Ingiborg Guðlaugsdóttir, húsmóðir
18. Margrét Elísabet Eggertsdóttir, félagsliði
19. Ingvar Gíslason, stuðningsfulltrúi
20. Guðmundur Ásgeirsson, lögfræðingur
21. Kristján Karlsson, bílstjóri
22. Gunnar Skúli Ármannsson, læknir
23. Ómar Örn Ómarsson, verkamaður

24. Kristbjörg María Gunnarsdóttir, læknanemi
25. Ólöf S. Wessman, snyrtifræðingur
26. Kristján Davíð Steinþórsson, kokkur
27. Jón Guðmundsson, plöntulífeðlisfræðingur
28. Þórarinn Kristinsson, prentari
29. Berglind Gestsdóttir, bókari
30. Óli Már Guðmundsson, myndlistamaður
31. Bjarni Guðmundsson, fv. leigubílstjóri
32. Guðmundur Þórir Guðmundsson, fv. bílstjóri
33. Wilhelm W. G. Wessman, hótelráðgjafi
34. Hilmar Guðmundsson, fv. sjómaður
35. Sigríður Sæland Óladóttir, hjúkrunarfræðingur
36. Kristján Arnar Helgason, fv. prentari
37. Sigrún Hermannsdóttir, fv. póststarfsmaður
38. Árni Már Guðmundsson, verkamaður
39. Jóna Marvinsdóttir, matráður
40. Ólafur Kristófersson, fv. bókari
41. Sigríður G. Kristjánsdóttir, húsmóðir
42. Baldvin Örn Ólason, verkefnastjóri
43. Inga Sæland Ástvaldsdóttir, alþingismaður
44. Tómas A. Tómasson, alþingismaður
45. Sigríður Sæland Jónsdóttir, húsmóðir
46. Oddur Friðrik Helgason, æviskrárritari

  1. Kolbrún Baldursdóttir 
    borgarfulltrúi og sálfræðingur
  2. Helga Þórðardóttir
    kennari við Barnaspítala Hringsins
  3. Einar Sveinbjörn Guðmundsson
    kerfisfræðingur
  4. Natalie Guðríður Gunnarsdóttir
    stuðningsfulltrúi og háskólanemi
  5. Rúnar Sigurjónsson
    vélsmiður
  6. Gefn Baldursdóttir
    læknaritari
  7. Þráinn Óskarsson
    framhaldsskólakennari
  8. Harpa Karlsdóttir
    heilbrigðisgagnafræðingur
  9. Halldóra Gestsdóttir
    hönnuður
  10. Þröstur Ingólfur Víðisson
    yfirverkstjóri
  11. Birgir Jóhann Birgisson 
    tónlistarmaður
  12. Stefanía Sesselja Hinriksdóttir 
    þjónustufulltrúi
  13. Kristján Salvar Davíðsson
    fv. leigubilsstjóri
  14. Hjördís Björg Kristinsdóttir
    snyrtifræðingur
  15. Valur Sigurðsson
    rafvirki
  16. Magnús Sigurjónsson
    vélfræðingur
  17. Ingiborg Guðlaugsdóttir
    húsmóðir
  18. Margrét Elísabet Eggertsdóttir
    félagsliði
  19. Ingvar Gíslason 
    stuðningsfulltrúi
  20. Guðmundur Ásgeirsson 
    lögfræðingur
  21. Kristján Karlsson
    bílstjóri
  22. Gunnar Skúli Ármannsson
    læknir
  23. Ómar Örn Ómarsson
    verkamaður
  24. Kristbjörg María Gunnarsdóttir
    læknanemi
  25. Ólöf S. Wessman
    snyrtifræðingur
  26. Kristján Davíð Steinþórsson
    kokkur
  27. Jón Guðmundsson
    plöntulífeðlisfræðingur
  28. Þórarinn Kristinsson
    prentari
  29. Berglind Gestsdóttir
    bókari
  30. Óli Már Guðmundsson 
    myndlistamaður
  31. Bjarni Guðmundsson
    fv. leigubílstjóri
  32. Guðmundur Þórir Guðmundsson
    fv. bílstjóri
  33. Wilhelm W. G. Wessman
    hótelráðgjafi
  34. Hilmar Guðmundsson
    fv. sjómaður
  35. Sigríður Sæland Óladóttir
    hjúkrunarfræðingur
  36. Kristján Arnar Helgason
    fv. prentari
  37. Sigrún Hermannsdóttir
    fv. póststarfsmaður
  38. Árni Már Guðmundsson
    verkamaður
  39. Jóna Marvinsdóttir
    matráður
  40. Ólafur Kristófersson
    fv. bókari
  41. Sigríður G. Kristjánsdóttir
    húsmóðir
  42. Baldvin Örn Ólason
    verkefnastjóri
  43. Inga Sæland Ástvaldsdóttir
    alþingismaður
  44. Tómas A. Tómasson
    alþingismaður
  45. Sigríður Sæland Jónsdóttir
    húsmóðir
  46. Oddur Friðrik Helgason
    æviskrárritari