Skýrsla stjórnar

Starfsárið 2017-2018

Síðasti aðalfundur Flokks fólksins var haldinn þann 29. apríl 2017 á skrifstofu flokksins í Hamraborg 10, Kópavogi. Á fundinum var lagður fram einn tillögulisti um endurkjör sitjandi stjórnar og var hún því sjálfkjörin.

Stjórn flokksins er þannig skipuð:

Inga Sæland, formaður.
Guðmundur Ingi Kristinsson, varaformaður.
Sigurjón Arnórsson, Halldór Gunnarsson, Einir Guðjón Kristjánsson, Svanberg Hreinsson og Birgir Jóhann Birgisson meðstjórnendur.

Kjörnir varamenn í stjórn voru: Grétar Pétur Geirsson, Sigurður Steingrímsson, Sigrún V. Berndsen, Sigurður Haraldsson, Örn Björnsson, Halldór Sigurþórsson og Bjarki Þór Aðalsteinsson.

Stjórnin hélt alls 13 fundi og fundaði alls í 24 klukkutíma. Stjórnin stýrði flokknum í gegnum tvennar kosningar þ.e alþingiskosningar 2017 þar sem flokkurinn tryggði sér fjóra og um leið sína fyrstu kjörnu fulltrúa á Alþingi Íslendinga og borgarstjórnakosningar 2018, þar sem flokkurinn tryggði sér sinn fyrsta kjörna borgarfulltrúa. Stjórnin aðstoðaði við stofnun Reykjavíkurráðs- og Suðurráðs Flokks fólksins, ásamt því að skipuleggja Sumarþing- og Haustþing á vegum flokksins.  þáttaka var með eindæmum góð og má sérstaklega nefna Sumarþingið þar sem hátt í 1000 manns mættu á þingið.

Nefndir á vegum stjórnar Flokks fólksins 2017 – 2018

Fjármálaráð

Sigurjón Arnórsson, formaður.
Halldór Gunnarsson
Inga Sæland

Laganefnd

Halldór Gunnarsson, formaður.
Sigurjón Arnórsson
Svanberg Hreinsson

Rekstur félagsins

Samantekt úr endurskoðuðum ársreikningi Flokks fólksins 2017[1] ásamt samantekt úr fjárhagsáætlun fyrir árið 2018[2] liggur fyrir sem fylgiskjöl. Helsti kostnaður á árinu 2017 var auglýsingakostnaður vegna alþingiskosninga 2017 og kostnaður við leigu og rekstur skrifstofu flokksins á Hamraborg 10. Kostnaður við rekstur flokksins er tiltölulega lítill þegar borið er saman við aðra stjórnmálaflokka með kjörna fulltrúa. Þennan árangur má þakka aðhaldi með peningum flokksins og mikilli og óeigingjarnri sjálfboðavinnu alls þess baráttu og hugsjónafólks sem styður og styrkir starf flokksins í hvívetna.
Samkvæmt fjármálaáætlun flokksins fyrir árið 2018 er búist við um 20 milljóna króna rekstrarafgangi á árinu 2018.  Samanborið við aðra íslenska sjórnmálaflokka er Flokkur fólksins i fjárhagslega góðri stöðu.

Close Menu