Starfsreglur Flokks fólksins

1/2017 · Flokkur fólksins

· Heimilisfang flokksins er Maríubaugur 121. Skrifstofa flokksins er í Hamraborg 10, 4. hæð Kópavogur.
· Símanr. skrifstofu eru: 555-0001 og 831-6200
· Netfang flokksins: flokkurfolksins@flokkurfolksins.is og lénið er flokkurfolksins.is
· Skammstöfunin er FF. Bankareikningur er 0331-26-30000.
· Kennitala er 640216-2740.
· Listabókstafur er: F.

2/2017 · Siðareglur

Félagsmenn leitast við að gera það sem rétt er hverju sinni og koma fram við aðra eins og þeir vilja að komið sé fram við þá sjálfa.

3/2017 · Breytt 2018 - Félagsgjöld

Sá sem samþykkir samþykktir og starfsreglur flokksins og vill gerast félagsmaður FF, skal greiða 3000.- kr. sem félagsgjald og telst hann þá fullgildur félagsmaður viðkomandi almanaksár með þeim réttindum og skyldum sem því fylgja.

4/2017 · Réttindi félagsmanna

1. Hann er með greiðslu sinni félagi flokksins og fær staðfestingu þess með kvittun. Skal hann gefa upp nafn sitt, heimilisfang, kennitölu, símanúmer og einnig netfang , sé það fyrir hendi. Félagatal flokksins er í stafrófs eða númeraröð og varðveitt á skrifstofu flokksins sem trúnaðarmál.
2. Hann fær inngöngu á lokaðan vef flokksins, þar sem hann hefur fullt og óskorað skoðanarfrelsi og getur lagt stjórn og trúnaðarmönnum flokksins lið um stefnumörkun hans.
3. Hann er kjörgengur í allar trúnaðarstöður flokksins.
4. Hann getur hvenær sem er gengið úr flokknum með því að tilkynna það til formanns eða tveggja stjórnarmanna.
5. Sé félagsmaður sviptur félagsaðild, skal það gert á stjórnarfundi með auknum meirihluta atkvæða og félagsmanni tilkynnt það formlega.

5/2017 · Fjármál og reikningar

Stjórn flokksins ber sameiginlega ábyrgð á reikningshaldi hans. Endurskoðaðir reikningar skulu lagðir fram á landsfundi flokksins og skulu þar koma fram helstu kostnaðarliðir og sundurliðaðar tekjur. Annarsvegar skulu koma fram heildar félagsgjöld flokksins og hins vegar heildar styrkir til hans. Sérmerktar og númeraðar kvittanir FF eru afhentar gegn mótteknum styrkjum.

Starfsreglur Flokks Fólksins, samþykktar á stjórnarfundi félagsins
1. maí 2016

1/2018

Rétt til setu á landsfundum eiga þeir sem hafa greitt félagsgjald viðkomandi starfsárs og tilkynnt komu sína á fundinn með a.m.k. þriggja daga fyrirvara.

2/2018

Framboð til stjórnarkjörs á landsfundi skal hafa borist inn á lén flokksins eða á annan sannanlegan hátt þremur dögum fyrir landsfund.

Starfsreglur samþykktar á Stjórnarfundi 11. Ágúst 2018.

Close Menu