803 króna hækkun á mánuði

Frum­varp um end­ur­skoðun al­manna­trygg­ingalaga er varðar ör­yrkja var til umræðu á Alþingi ný­lega. Í hinu nýja end­ur­skoðaða al­manna­trygg­inga­kerfi fær einn hóp­ur ein­stak­linga hækk­un upp á heil­ar 803 krón­ur á mánuði. Já, vá, heil­ar og óskert­ar 803 kr. á mánuði, eða 26 kr. dag hvern í mánuðinum.

Er þetta ekki því­lík of­rausn og frá­bært? Hrein­lega geggjuð hækk­un og viðkom­andi hljóta að vera í skýj­un­um og bara al­veg að hoppa um af kæti? Hlaupa strax út í búð og kaupa sér bara lúx­us­fæði og vita ekki hvað þau eiga að gera við af­gang­inn.

Hvað fá þeir sem koma 18 ára inn í ör­orku­kerfið við þessa end­ur­skoðun á því? Hvað fá þeir til að reyna að tóra á? Jú, aðeins betra, eða heil­ar 4.020 kr. í hækk­un á mánuði, eða 134 kr. á dag í hækk­un. Já, vá, því­lík hækk­un sem þeim er boðið upp á í boði rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Ef viðkom­andi ná 67 ára aldri lækka þau í boði rík­is­stjórn­ar­inn­ar um og yfir 30.000 kr. á mánuði.

Þá spurði ég fé­lags- og vinnu­markaðsráðherra hvort þau sem eru að reyna að tóra í al­manna­trygg­inga­kerf­inu fengju strax 23.000 kr. hækk­un frá 1. fe­brú­ar eins og aðrir launa­menn fengu við ný­gerðan samn­ing. Nei, auðvitað svaraði hann því ekki og hvers vegna ekki?

Vegna þess að það á ekki að hækka þá sem eru á líf­eyr­is­laun­um frá TR fyrr en um næstu ára­mót eins og lög gera ráð fyr­ir. Þá mun hefjast gam­al­kunn útþynn­ing og pró­sentu­föls­un þannig að þau verst settu mega þakka fyr­ir að fá helm­ing­inn af því sem þau ættu með réttu að fá.

Öryrki 45 ára sem býr einn og hef­ur eng­an líf­eyr­is­sjóð fær 363.808 krón­ur frá TR í dag. Af þeirri upp­hæð þarf viðkom­andi að borga 320.000 kr. í leigu. Leig­an hækkaði ný­lega úr 260.000 kr. í 320.000 kr. og hann á eitt­hvað um 40.000 kr. eft­ir plús leigu­bæt­ur.

Þegar búið er að borga raf­magn og hita og annað þarf viðkom­andi að reyna að tóra á 2.000 kr. á dag og er það ekki frá­bært? Hver vill ekki hafa heil­ar 2.000 kr. á dag fyr­ir öll­um nauðsynj­um?

En rík­is­stjórn­in er búin að leysa þenn­an vanda viðkom­andi ör­yrkja og það í nýju ör­orku­kerfi og þá með hækk­un upp á heil­ar 803 krón­ur, eða 26 krón­ur á dag.

„Gera þarf líf­eyri­s­kerfið gagn­særra og halda áfram að minnka vægi skerðinga inn­an þess. Kerfið á að styðja við virkni og at­vinnuþátt­töku fólks og má ekki und­ir nein­um kring­um­stæðum halda ör­yrkj­um í fá­tækt­ar­gildru.“ Svo hljóðar álykt­un um mál­efni fatlaðs fólks og ör­yrkja frá Vinstri græn­um frá 28. ág­úst 2021.

Það má ekki und­ir nein­um kring­um­stæðum halda ör­yrkj­um í fá­tækt­ar­gildru seg­ir þar, en þarna fer ekki sam­an hljóð og mynd því þessi rík­is­stjórn und­ir for­ystu Vinstri grænna er að fjölga fá­tækt­ar­gildr­um, en ekki fækka þeim.

Þing­flokk­ur Flokks fólks­ins er með þings­álykt­un um 400.000 kr. á mánuði skatta- og skerðing­ar­laust sem gott fyrsta skref.

Deila