Bankarnir geta beðið

„Aðgerðir rík­is­stjórn­ar­inn­ar eru ekki að koma til móts við þau bág­stödd­ustu í sam­fé­lag­inu. Þau gleym­ast eina ferðina enn. Ég segi gleym­ast því ekki ætla ég rík­is­stjórn­inni að hafa lagt í björg­un­ar­leiðang­ur þar sem viðkvæm­ustu þjóðfé­lagsþegn­arn­ir eru vilj­andi skild­ir eft­ir á flæðiskeri. Stjórn­ar­liðar segja þetta fyrsta skrefið og gera þurfi meira en minna. Þrátt fyr­ir það læt­ur rík­is­stjórn­in fá­tækt fólk enn bíða eft­ir rétt­læt­inu,“

segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins í grein í Morgunblaðinu í dag.

Hún segir björgunarpakka ríkisstjórnarinnar vegna Covid-19 ekki ná til þeirra sem mest þurfa á honum að halda:

„Er furða þótt ég sé undr­andi á aðgerðarpakk­an­um sem aug­ljós­lega er ætlað að slá skjald­borg um fyr­ir­tæk­in og fjár­magn­söfl­in á kostnað al­menn­ings og heim­il­anna í land­inu? Eru aðgerðirn­ar sniðnar að ör­yrkj­um og öldruðum sem enga fram­færslu hafa um­fram strípaða fram­færslu al­manna­trygg­inga? Hvað með heim­il­is­laus sem lifa nú við öm­ur­legri aðstæður en nokkru sinni fyrr? Telja má víst að þörf­in fyr­ir starf­semi SÁÁ verði af aug­ljós­um ástæðum aldrei meiri en í kjöl­far þess áfalls sem við verðum fyr­ir nú. Sam­tök­in missa nú mest­allt sjálfsafla­fé. Erum við að verja þau þessu áfalli? Svör­in eru nei.“

Bankarnir geta beðið

Inga segir Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra hamra á því að Ísland standi vel að vígi efnahagslega og eigi að geta varið heimili og fyrirtæki gegn áhrifum Covid-19. Hún skorar hinsvegar á lánastofnanir að fresta öllum greiðsluseðlum og segir bankana geta beðið:

„Ég lýsi undr­un á að greiðslu­byrði hús­næðislána heim­il­anna bera enn sömu vexti og samið var um fyr­ir daga vaxta­lækk­ana Seðlabank­ans, um leið og nú á að lækka banka­skatt­inn strax um 11 millj­arða króna. Er það rétt for­gangs­röðun á al­manna­fé að hjálpa bönk­un­um sem settu okk­ur á haus­inn 2008? Það sem verra er, að í stað þessa að tryggja að þess­ar aðgerðir nýt­ist viðskipta­vin­um þeirra, þá send­ir rík­is­stjórn­in þeim vin­sam­leg til­mæli um að þeir lækki nú vexti sína. Þar við sit­ur.

Í kjöl­far hruns­ins sótti margt fólk vinnu og tekj­ur til annarra landa, s.s. Nor­egs. Þannig tókst mörg­um að standa í skil­um. Nú er þessi mögu­leiki lokaður. Ég skora því á all­ar lána­stofn­an­ir lands­ins að setja heim­il­in í skulda­skjól; senda ekki einn ein­asta greiðslu­seðil út fyrr en við sjá­um til lands í þeirri miklu óvissu sem nú rík­ir. Rík­is­stjórn­in ætti að beita sér fyr­ir þessu. Bank­arn­ir geta beðið. Við eig­um það inni hjá þeim.“

Fréttin birtist á Dv.is

Inga Sæland formaður Flokks fólksins

Deila