Flokkur fólksins hefur gengið frá framboðslista sínum í Suðurkjördæmi vegna þingkosninga í haust. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, kennari og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, skipar efsta sæti listans. Georg Eiður Arnarsson, hafnarvörður og trillukarl, skipar annað sætið og Elín Íris Fanndal, félagsliði og leiðsögumaður, er í þriðja sæti á listanum.
Ásthildur Lóa Þórsdóttir hefur gegnt formennsku í Hagsmunasamtökum heimilanna frá árinu 2017 og barist fyrir réttindum fólks í kjölfar efnahagshrunsins 2008, ekki síst þeirra sem misstu heimili sín. Ásthildur hefur einnig verið virk í réttindabaráttu kennara og var kjörin í stjórn og samninganefnd félags grunnskólakennara árið 2018.
Framboðslistinn
- Ásthildur Lóa Þórsdóttir, kennari og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna
- Georg Eiður Arnarsson, hafnarvörður/trillukarl
- Elín Íris Fanndal, félagsliði/leiðsögumaður
- Sigrún Berglind Grétarsdóttir, leikskólaliði/öryrki
- Stefán Viðar Egilsson, bílstjóri
- Inga Helga Bjarnadóttir, sjúkraliði/öryrki
- Hallgrímur Jónsson, vélamaður
- Bjarni Pálsson, bakari
- Jórunn Lilja Jónasdóttir, öryrki
- Heiða Rós Hauksdóttir, öryrki
- Jóna Kerúlf, eldri borgari
- Guðfinna Guðný Sigurgeirsdóttir, eldri borgari
- Ríkarður Óskarsson, öryrki
- Jón Þórarinn Magnússon, golfvallarstarfsmaður
- Guttormur Helgi Rafnkelsson, vélvirki/eldri borgari
- Gunnþór Guðmundsson, eldri borgari
- María G. Blómkvist Andrésdóttir, eldri borgari
- Hjálmar Hermannsson, matsveinn/eldri borgari
- Ámundi Hjörleifs Elísson, eldri borgari
- Ísleifur Gíslason, flugvirki/eldri borgari
Flokkur fólksins er forystuafl í baráttunni gegn fátækt, skerðingum, hvers konar okri og kúgun stjórnvalda. Lífsgæði eiga ekki að vera einkaréttur útvalinna!