Flokk­ur fólks­ins kynnir með stolti fram­boðslista sinn í Suður­kjör­dæmi fyr­ir kom­andi þing­kosn­ing­ar

Flokkur fólksins hefur gengið frá framboðslista sínum í Suðurkjördæmi vegna þingkosninga í haust. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, kennari og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, skipar efsta sæti listans. Georg Eiður Arnarsson, hafnarvörður og trillukarl, skipar annað sætið og Elín Íris Fanndal, félagsliði og leiðsögumaður, er í þriðja sæti á listanum.

Ásthildur Lóa Þórsdóttir hefur gegnt formennsku í Hagsmunasamtökum heimilanna frá árinu 2017 og barist fyrir réttindum fólks í kjölfar efnahagshrunsins 2008, ekki síst þeirra sem misstu heimili sín. Ásthildur hefur einnig verið virk í réttindabaráttu kennara og var kjörin í stjórn og samninganefnd félags grunnskólakennara árið 2018.

Framboðslistinn

  1. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, kennari og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna
  2. Georg Eiður Arnarsson, hafnarvörður/trillukarl
  3. Elín Íris Fanndal, félagsliði/leiðsögumaður
  4. Sigrún Berglind Grétarsdóttir, leikskólaliði/öryrki
  5. Stefán Viðar Egilsson, bílstjóri
  6. Inga Helga Bjarnadóttir, sjúkraliði/öryrki
  7. Hallgrímur Jónsson, vélamaður
  8. Bjarni Pálsson, bakari
  9. Jórunn Lilja Jónasdóttir, öryrki
  10. Heiða Rós Hauksdóttir, öryrki
  11. Jóna Kerúlf, eldri borgari
  12. Guðfinna Guðný Sigurgeirsdóttir, eldri borgari
  13. Ríkarður Óskarsson, öryrki
  14. Jón Þórarinn Magnússon, golfvallarstarfsmaður
  15. Guttormur Helgi Rafnkelsson, vélvirki/eldri borgari
  16. Gunnþór Guðmundsson, eldri borgari
  17. María G. Blómkvist Andrésdóttir, eldri borgari
  18. Hjálmar Hermannsson, matsveinn/eldri borgari
  19. Ámundi Hjörleifs Elísson, eldri borgari
  20. Ísleifur Gíslason, flugvirki/eldri borgari

Flokkur fólksins er forystuafl í baráttunni gegn fátækt, skerðingum, hvers konar okri og kúgun stjórnvalda. Lífsgæði eiga ekki að vera einkaréttur útvalinna!

Deila