Dýrkeypt dýraníð

Fyr­ir­tækið Ísteka hef­ur und­an­far­in ár staðið fyr­ir stór­aukn­um blóðmera­bú­skap á Íslandi. Fyr­ir­tækið hef­ur samið við fjölda bænda um kaup á blóði úr fylfull­um mer­um, en fyr­ir­tækið á sjálft fjölda blóðmera. Ísteka þótt­ist koma af fjöll­um þegar dýra­vernd­ar­sam­tök­in AWF/​TSB birtu heim­ild­ar­mynd um blóðmera­hald á Íslandi og stór­fellt dýr­aníð sem fellst í blóðtöku úr fylfull­um mer­um. Mynd­in svipt­ir hul­unni af órétt­læt­an­legri meðferð á hryss­um sem ganga með fol­öld, sem öllu sómakæru fólki býður við.

Flokk­ur fólks­ins lagði fram frum­varp um bann við blóðmera­haldi sl. vor við lít­inn fögnuð hags­munaaðila. Fjöldi um­sagnaraðila full­yrti að vel­ferð dýra væri í há­veg­um höfð og að virkt eft­ir­lit MAST (Mat­væla­stofn­un­ar) og mar­grómað innra eft­ir­liti Ísteka tryggði ör­yggi og vel­ferð blóðmer­anna og fol­alda þeirra.

Um frum­varp Flokks fólks­ins sagði fram­kvæmda­stjóri Ísteka: Grein­ar­gerð sú sem fylg­ir frum­varp­inu er gerð af svo mik­illi vanþekk­ingu að því miður er ekki hægt að svara henni efn­is­lega af neinu viti. Því verður ekki gerð til­raun til þess hér.

Nú er komið annað hljóð í strokk­inn. Fram­kvæmda­stjór­inn sendi alþing­is­mönn­um bréf sama dag og frum­varp Flokks fólks­ins um bann við blóðmera­haldi var á dag­skrá Alþing­is nú í vik­unni. Hví­lík til­vilj­un! Í bréf­inu lofaði hann ýtr­ustu um­bót­um til að tryggja vel­ferð hryss­anna. Það var þá eitt­hvað í ólagi eft­ir allt sam­an! Ég vona að hann átti sig á hve inn­an­tóm orð hans eru nú. Gleym­um ekki að fram­kvæmda­stjóri Ísteka hef­ur margdá­samað innra eft­ir­lit fyr­ir­tæk­is­ins. Sami fram­kvæmda­stjóri var viðstadd­ur það dýr­aníð sem kem­ur ber­lega í ljós í marg­um­talaðri heim­ild­ar­mynd. Hvar var eft­ir­litið þá?

Ísteka sæk­ist nú eft­ir að fram­leiða ár­lega frjó­sem­is­lyf úr 600.000 lítr­um af blóði. Til að ná slíkri fram­leiðslu þarf að níðast á hátt í 20.000 fylfull­um hryss­um.

Blóðmera­hald er for­dæmt víða um heim, m.a. af Evr­ópuþing­inu. Íslend­ing­ar leggja mikið upp úr ímynd lands­ins og góðu orðspori. Það er óverj­andi að loka aug­un­um fyr­ir slíkri for­dæm­ingu. Íslenski hest­ur­inn er elskaður og dáður um all­an heim. Íslands­stofa hef­ur varið mikl­um fjár­mun­um í kynn­ingu hans er­lend­is með frá­bær­um ár­angri. Þriðja árið er röð er slegið Íslands­met í sölu á ís­lenska hest­in­um til annarra landa. Áætlað verðmæti út­flutn­ings­ins 2021 er um tveir millj­arðar króna.

Tæp­lega 10% er­lendra ferðamanna koma gagn­gert í þeim til­gangi að kynn­ast ís­lenska hest­in­um. Hesta­manna­leig­ur velta marg­falt hærri fjár­hæðum en Ísteka. Ekki er mögu­legt að ef­ast um að við sem þjóð erum að fórna svo mikl­um mun meiri hags­munm fyr­ir minni ef þessi starf­semi verður ekki stöðvuð strax.

Setj­um vel­ferð dýra og orðspor þjóðar­inn­ar í fyrsta sæti. Bönn­um blóðmera­hald!

Deila