Heimilin á höggstokkinn

Árið 2020 sáu all­ir nema sitj­andi rík­is­stjórn að hækk­andi verðbólga var hand­an við hornið. Covid-far­ald­ur, stríðið í Úkraínu og vax­andi þensla á hús­næðismarkaði var aug­ljós jarðveg­ur auk­inn­ar verðbólgu, nema hjá ráðamönn­um þjóðar­inn­ar. Ég spurði þáver­andi fjár­málaráðherra Bjarna Bene­dikts­son að því hvort rík­is­stjórn­in væri með áætl­un til að verja fjöl­skyld­ur og fyr­ir­tæki gegn kom­andi verðbólgu. Svarið var í takt við annað rugl sem komið hef­ur frá þess­ari óhæfu rík­is­stjórn. „Okk­ur stend­ur ekki mik­il ógn af verðbólg­unni.“ Þá var hún s.s. 2,13%.

Árið 2021 spurði ég þáver­andi for­sæt­is­ráðherra, Katrínu Jak­obs­dótt­ur: „Hvað ætl­ar þessi rík­is­stjórn að gera nú þegar aðeins nokkr­ar vik­ur eru eft­ir af lög­gjaf­arþing­inu til að vernda heim­il­in í land­inu fyr­ir verðbólg­unni?“ Svar henn­ar var þetta: „Spár gera frek­ar ráð fyr­ir því að verðbólg­an hjaðni þegar líða tek­ur á árið.“ Hún sá sem sagt enga ástæðu til þess að grípa til fyr­ir­byggj­andi varn­araðgerða gegn vax­andi verðbólgu sem þá hafði ríf­lega tvö­fald­ast á milli ára og mæld­ist 4,44%.

Tólf mánuðum síðar hafði verðbólg­an enn tvö­fald­ast og í júní 2022 mæld­ist hún 8,83%. Þrátt fyr­ir það sneru stjórn­völd blinda aug­anu að vand­an­um. Hunsuðu blúss­andi verðbólgu, hækk­andi vexti og verðtrygg­ingu. Ekk­ert var gert til að setja belti og axla­bönd á skuld­sett­ar fjöl­skyld­ur og fyr­ir­tæki held­ur þvert á móti voru ráðherr­ar á móti öll­um slík­um varn­araðgerðum.

Á meðan öll önn­ur Evr­ópu­lönd sem ekki börðust í stríði náðu stjórn á verðbólgu­draugn­um og kváðu hann niður á til­tölu­lega skömm­um tíma, helltu ís­lensk sjórn­völd olíu á verðbólgu­bálið með enn frek­ari álög­um og krónu­tölu­hækk­un­um. Þegar skyn­ug­ir stjórn­mála­menn annarra landa náðu að kveða verðbólg­una niður mæld­ist hún hátt í 10% á Íslandi. Á meðan stjórn­völd á Íslandi stuðluðu að stöðugri þenslu í efna­hags­kerf­inu drógu aðrar þjóðir úr öll­um álög­um, lækkuðu skatta, sýndu aga í út­gjöld­um, settu á leigu­brems­ur og lækkuðu álög­ur svo eitt­hvað sé nefnt.

Flokk­ur fólks­ins varaði við verðbólg­unni allt frá vor­mánuðum 2020. Flokk­ur fólks­ins kallaði ít­rekað eft­ir fyr­ir­byggj­andi aðgerðum til vernd­ar sam­fé­lag­inu. Rík­is­stjórn­in taldi enga ástæðu til að hafa áhyggj­ur. Síðan hef­ur verðbólga riðið hér röft­um og stýri­vext­ir og ok­ur­vext­ir eru að ganga af sam­fé­lag­inu dauðu. Þeir sem allt eiga græða á tá og fingri á meðan þeir sem eru að reyna að koma þaki yfir höfuðið eru arðrænd­ir enn á ný.

Þessi óhæfa verk­lausa rík­is­stjórn hef­ur í engu komið með úr­bæt­ur í því neyðarástandi sem hef­ur skap­ast í þjóðfé­lag­inu. Þvert á móti staðið hjá aðgerðalaus og gefið Seðlabank­an­um skot­leyfi á skuld­sett heim­ili og fyr­ir­tæki með ok­ur­vaxta­stefnu sinni.

Ég þori

Deila