Deyja á biðlistum

Frétt þessi var birt á Mbl.is þann 19.03.2018

“Inga Sæ­land formaður Flokks fólks­ins, gerði skort á aðstoð við áfeng­is- og vímu­efna­sjúk­linga að um­tals­efni í fyr­ir­spurn sinni til heil­brigðisráðherra í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­ar­tíma á Alþingi í dag. „Frá því 1985 hef­ur heil­brigðisráðuneytið fækkað sjúkra­rúm­um sem ætluð eru til meðferðar vímu­efna- og áfeng­is­sjúk­linga úr  265 niður í 62,“ sagði Inga Sæ­land kvað fækk­un­ina nema á milli 400-500% á þessu tíma­bili.

„Á sama tíma og þörf­in hef­ur aldrei verið meiri,“ sagði hún. Á meðan á milli 500-600 vímu- og áfeng­is­sjúk­ling­ar bíði eft­ir hjálp að þá deyi þeir. „Þeir deyja á þess­um biðlist­an­um. Það er hægt að líkja þessu við að fólki væri meinað að fara inn á bráðamót­tök­una og að það þurfi að bíða fyr­ir utan  eft­ir að kom­ast þar inn.“

Spurði Inga Sæ­land ráðherra hvort það sé viðund­andi að sam­tal sé enn í gangi, þegar að full þörf sé á aðgerðum. „Hvað er ráðherra að gera fyr­ir þetta fólk?“ spurði hún.

Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigðisráðherra svaraði því til að mik­il­væg­asta mál sem nú sé á borðinu sé að koma geðheil­brigðistefnu til fullra fram­kvæmda. „Áfeng­is- og vímu­efna­vandi er geðheil­brigðis­vandi og við þurf­um að beina sjón­um okk­ar meira að for­vörn­um,“ sagði Svandís. „Við þurf­um að geta boðið upp á úrræði sem virka í nærum­hverfi, því að fólk sem að glím­ir við slík­an vanda það lif­ir ekki í tóma­rúmi.“

Málið verði ekki leyst með fram­lagi til eins aðila. „Þá væri þetta ein­falt mál. Það er flókið viðfangs­efni að tak­ast á við þetta, en við eig­um að hafa kjarkinn til að skoða þetta í öll­um sín­um mynd­um,“ sagði ráðherra.

Inga svaraði því til að það væri alrangt að málið snér­ist aðallega um geðheil­brigðis­vanda og benti á það þrek­virki sem sjúkra­húsið Vog­ur hafi unnið.

„Ég bið því ráðherra að svara mér með öðru en út­úr­snún­ing­um,“ sagði Inga Sæ­land og ráðherra svaraði því til að sí­fellt sé verið að leggja meiri áherslu á göngu­deild­arþjón­ustu en inn­lögn.”

Deila