Eins og flestum er eflaust ljóst vann Flokkur fólksins í samvinnu við Sigríði Sæland dómsmál fyrir landsrétti þann 31. maí 2019, er varðaði skerðingar á almannatryggingum til lífeyrisþega ( sjá: frétt ). Tryggingastofnun sótti um að áfrýja málinu til hæstaréttar en þeirri beiðni var hafnað þann 09. júlí 2019 og er málinu því lokið.
Allir sem voru skertir krónu á móti krónu af almannatryggingum vegna áunnina lífeyrisréttinda í Janúar og febrúar 2017 munu bráðlega fá þær skerðingar borgaðar ásamt vöxtum til dagsins í dag. Samtals gæti þetta skilað hópnum rúmlega 4,5+ milljörðum króna auk vaxta.
Þetta er prófmál sem sýnir og sannar svo ekki verður á móti mælt að það verður að vera vakandi gegn valdníðslu stjórnvalda. Flokkur fólksins mun standa vaktina og halda áfram að berjast gegn óréttlæti, spillingu og valdníðslu.