Afturköllun eftirlitsheimildar TR

“Guðmund­ur Ingi Krist­ins­son og Inga Sæ­land úr þing­flokki Flokks fólks­ins hafa lagt fram frum­varp til breyt­inga á lög­um um al­manna­trygg­ing­ar sem fel­ur í sér að Trygg­inga­stofn­un rík­is­ins (TR) verði ekki leng­ur heim­ilt að neita bótaþega um bæt­ur ef maki hans neit­ar að samþykkja upp­lýs­inga­öfl­un um tekj­ur hans.

Guðmund­ur Ingi seg­ir það vera „ger­sam­lega óþolandi og niður­lægj­andi fyr­ir friðhelgi einka­lífs fólks að stjórn­völd skuli geta vaðið hömlu­laust í slík­ar upp­lýs­ing­ar með það í huga að skerða stjórn­ar­skrár­var­in rétt­indi borg­ar­anna til aðstoðar vegna sjúk­leika, ör­orku, elli, at­vinnu­leys­is og ör­birgðar“.

Fram kem­ur á vef TR að tekj­ur maka hafi al­mennt ekki áhrif á líf­eyri frá TR, þ.e. at­vinnu­tekj­ur eða tekj­ur frá líf­eyr­is­sjóði. Öðru máli gegn­ir hins veg­ar um fjár­magn­s­tekj­ur, sem eru sam­eig­in­leg­ar með hjón­um og sam­búðarfólki.

Óþarfa íþyngj­andi eft­ir­lits­heim­ild­ir

Guðmund­ur Ingi seg­ir í sam­tali við mbl.is að efni frum­varps­ins muni ekki hafa áhrif á það sem lúti að fjár­magn­s­tekj­un­um og því sé frum­varpið bara að taka í burtu óþarfa íþyngj­andi ákvæði um að TR geti skyldað maka til þess að gefa upp at­vinnu­tekj­ur sín­ar og að neit­un maka geti haft áhrif á bóta­rétts fólks.

Hann seg­ir að þessi ákvæði hafi verið sett inn í lög­in með mikl­um hraða á sín­um tíma, án þess að þing­menn hafi endi­lega áttað sig á því að með þessu væri verið að brjóta á rétt­ind­um fólks.

Þingmaður­inn seg­ist óviss um að þetta stand­ist lög um per­sónu­vernd og seg­ir nú­ver­andi fyr­ir­komu­lag jafn­framt ganga gegn meg­in­reglu í samn­ingi Sam­einuðu þjóðanna um rétt­indi fatlaðs fólks, um að virðing skuli bor­in fyr­ir meðfæddri göfgi, sjálfræði ein­stak­linga, þar með töldu frelsi til að taka eig­in ákv­arðanir, og sjálf­stæði þeirra.”

Frétt þessi birtist á mbl.is. Sjá má upprunalegu fréttina með því að smella hér

Deila