Aldraðir í öndvegi

Frá því ég var kjör­in á þing árið 2017 hef­ur Flokk­ur fólks­ins lagt fram fjölda þing­mála í bar­átt­unni um bætt­an hag eldra fólks. Ég vil nefna þing­mál um bú­setu­ör­yggi í dval­ar- og hjúkr­un­ar­rým­um, hækk­un frí­tekju­marks vegna líf­eyristekna úr 25.000 kr. í 100.000 kr. sem ég mun mæla fyr­ir í dag í sjötta sinn. Í gær mælti ég fyr­ir frum­varpi í fimmta sinn um að end­ur­skoðun al­manna­trygg­inga skuli ávallt fylgja launaþróun eins og hún kem­ur fram í launa­vísi­tölu en sé ekki lát­in fylgja vísi­tölu neyslu­verðs nema þegar sá út­reikn­ing­ur er al­manna­trygg­ingaþegum hag­stæðari. Því miður hef­ur það verið regla frek­ar en und­an­tekn­ing að lög­gjöf­in hef­ur verið þver­brot­in.

Fleiri eru rétt­læt­is­mál­in eins og að hjálp­ar­tæki verði und­anþegin virðis­auka­skatti, af­nám vasa­pen­inga­fyr­ir­komu­lags­ins, aukið lýðræði og gagn­sæi í líf­eyr­is­sjóðum, stofn­un embætt­is hags­muna­full­trúa aldraðra og af­nám skerðinga vegna launa­tekna. Allt eru þetta sann­girn­is- og rétt­læt­is­mál sem ætlað er að gera efri árin að gæðaár­um en ekki hlaðin kvíða, ein­mana­leika, ör­birgð og dep­urð. Þrátt fyr­ir óbilandi bar­áttu Flokks fólks­ins hef­ur rík­is­stjórn­in fleygt nán­ast öll­um okk­ar sann­girn­is- og rétt­læt­is­mál­um beint í ruslið. Áhuga­leysi þeirra er al­gjört. Staðreynd­in er sú eins og all­ir þekkja að rík­is­stjórn­in hef­ur snúið blinda aug­anu að ör­birgð og van­líðan tugþúsunda. Al­manna­hag­ur er fyr­ir borð bor­inn.

Staðan eft­ir eitt og hálft kjör­tíma­bil und­ir stjórn Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs, Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæðis­flokks ligg­ur ljós fyr­ir. Óaf­sak­an­leg­ur skort­ur hjúkr­un­ar­rýma sem hef­ur gert það að verk­um að eldra fólk ligg­ur fast á Land­spít­ala – há­skóla­sjúkra­húsi þrátt fyr­ir að vera til­búið til út­skrift­ar. Eng­ar lausn­ir, eng­in úrræði, s.s ekk­ert sem tek­ur utan um full­orðna fólkið okk­ar sem hef­ur orðið svo ólán­samt að þurfa að leggj­ast inn á spít­ala. Þetta eins og allt annað er á ábyrgð frík­is­stjórn­ar­inn­ar, þetta er mann­anna verk.

Vax­andi kjaragliðnun hjá þeim eldri borg­ur­um sem haldið er í sárri fá­tækt. Þúsund­ir þurfa að velja á milli hvort þau kaupa sér mat eða lífs­nauðsyn­leg lyf. Skerðing­ar­kerf­inu er viðhaldið og það varið með kjafti og klóm. Ísland legg­ur minnst allra OECD-ríkja í stuðning við mál­efni aldraðra. Til að bíta höfuðið af skömm­inni ræn­ir síðan rík­is­valdið áunn­um líf­eyr­is­sjóðsrétt­ind­um þeirra. Ell­efu þúsund eldri borg­ar­ar eru í neðstu þrem­ur tekju­tí­und­un­um, þar af sex þúsund sem látn­ir eru hokra í þeim neðstu tveim.

Þann 13. júní 2021 samþykkti Alþingi ein­róma þings­álykt­un­ar­til­lögu Flokks fólks­ins um að stofna embætti hags­muna­full­trúa aldraðra. Fé­lags- og vinnu­markaðsráðherra, Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son, hef­ur staðið í vegi fyr­ir því að farið verði að skýr­um vilja þings­ins.

Flokk­ur fólks­ins vill gera efri árin að gæðaár­um fyr­ir alla, ekki bara suma.

Deila