Almannatryggingakerfið verður að endurskoða

Rík­is­stjórn­ir síðustu ára­tuga hafa byggt upp bútasaumað skrímsli sem er al­mann­trygg­inga­kerfi sem aldrað fólk og ör­yrkj­ar verða að reyna að lifa við. Fá­rán­lega upp­byggt kerfi sem fjór­flokk­ur­inn hef­ur byggt upp og haft vilj­andi svo flókið að eng­inn skil­ur það leng­ur.

Kerfi þar sem sett er inn króna en tekn­ar til baka tvær krón­ur í mörg­um til­fell­um. Þetta hef­ur þeim tek­ist með því að búa til ekki bara skerðing­ar í kerf­inu held­ur keðju­verk­andi skerðing­ar. Þær eru ekki bara inn­an al­manna­trygg­inga­kerf­is­ins held­ur ná út fyr­ir það, inn í fé­lags­leg kerfi sveit­ar­fé­lag­anna. Hver ein­asta hækk­un í kerf­inu veld­ur keðju­verk­andi skerðing­um úti um allt. Öryrkj­ar og eldra fólk sem verst hafa það tap­ar jafn­vel á því að fá hækk­un á líf­eyr­is­laun­in.

Húsa­leigu­bæt­ur, barna­bæt­ur og annað er skert. Af­leiðing­arn­ar? Þeir sem lang­mest þurfa á hækk­un að halda verða fyr­ir mestu skerðing­un­um og þurfa að herða sultaról­ina en frek­ar og allt of stór hóp­ur fólks á ekki fyr­ir mat, lyfj­um eða öðrum nauðsynj­um.

Annað í þessu hef­ur gleymst. Ákveðin samstaða virðist um að auka stór­lega skatt­heimtu á þá ein­stak­linga sem eru í al­manna­trygg­inga­kerf­inu og líka þá sem eru á lægstu laun­um.

Nýj­asta út­spilið var að nú­ver­andi rík­is­stjórn­ar­flokk­ar ætluðu að lækka skatt­pró­sent­una tvisvar og lækkuðu einnig per­sónu­afslátt­inn. Mun nær og skil­virk­ara hefði verið að skerða per­sónu­afslátt­inn þannig að hann yrði horf­inn við t.d. 900.000 krón­ur. Þeir sem eru með eina millj­ón króna í tekj­ur eða meira hafa ekk­ert með per­sónu­afslátt að gera. Þá þarf að hækka hann sam­kvæmt launaþróun eða vísi­tölu neyslu­verðs frá 2008 til dags­ins í dag. Það myndi gilda fyr­ir þá sem eru á lægstu laun­um og bót­um al­manna­trygg­inga.

Við í Flokki fólks­ins höf­um allt þetta kjör­tíma­bil hamrað linnu­laust á því að allt al­manna­trygg­inga­kerfið er meingallað. Því meir sem við erum að reyna að hækka bæt­ur og reyna að bæta kerfið, því ill­víg­ara skrímsli verður það.

Við köll­um eft­ir því og ætt­um frek­ar að ein­beita okk­ur að því að end­ur­skoða kerfið í heild sinni. Ein­falda það eins og hægt er, en það verður ekki gert með þá við völd sem hafa komið þess­um ófögnuði á.

Ég ít­reka svo að við styðjum að all­ar þær kaup­hækk­an­ir sem eru í lífs­kjara­samn­ing­un­um fari til al­manna­trygg­ingaþega líka. Með þeim skil­yrðum þó að ef við ætl­um að hækka al­manna­trygg­ing­ar sam­kvæmt þess­um lífs­kjara­samn­ing­um skili það sér ná­kvæm­lega til þeirra sem eiga að njóta þeirra. Við meg­um ekki nota þess­ar brell­ur sem hafa verið bún­ar til til þess að skerða ann­ars staðar í kerf­inu eða skerða það keðju­verk­andi út fyr­ir kerfið. Slíkt er öm­ur­legt hátt­ar­lag og okk­ur öll­um til há­bor­inn­ar skamm­ar. Þessu verður að linna.

Flokk­ur fólks­ins seg­ir fólkið fyrst og svo allt hitt.

Guðmunur Ingi Kristinsson

Deila