Ásthildur Lóa hyggst gefa kost á sér fyrir Flokk fólksins

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, hyggst gefa kost á sér til framboðs fyrir Flokk fólksins í komandi alþingiskosningum. Ásthildur Lóa er kennari að mennt og starfar sem grunnskólakennari.

Hún er gift Hafþóri Ólafssyni, söluráðgjafa og saman eiga þau tvo uppkomna syni.

Hún hefur verið í virk í réttindabaráttu kennara og var kjörin í bæði stjórn og samninganefnd grunnskólakennara árið 2018. Árið 2017 var hún kjörin í stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna og valin formaður af stjórn. Hún hefur gegnt því hlutverki í sjálfboðavinnu meðfram fullu starfi síðan þá.

Ásthildur Lóa hefur á undanförnum misserum vakið verðskuldaða athygli fyrir einarða baráttu sína fyrir heimilin í landinu og baráttu fólks fyrir réttlæti í kjölfar efnahagshrunsins sem varð haustið 2008.

Deila