Átta frumvörp Flokks fólksins á dagskrá alþingis í dag

Heil átta frumvörp Flokks fólksins eru á dagskrá Alþingis í dag, 9. febrúar 2022. Málin snúa meðal annars að atvinnuþátttöku öryrkja án skerðinga, um aukinn rétt sjúklinga til niðurgreiðslu sjúkratrygginga á tannlækningum og tannréttingum vegna meðfæddra galla. Þá eru fjarskiptamál, málefni sjónskertra og sjávarútvegsmál meðal málanna en hér að neðan má sjá listann með vísun í frumvarpsskjölin.

  1. Frumvarp Ingu Sæland um að Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu verði framvegis Sjónstöðin
  2. Frumvarp Ingu Sæland um skerðingarlausa atvinnuþáttöku öryrkja til tveggja ára
  3. Fyrsta frumvarp Tómasar Andrésar Tómassonar um að launatekjur skerði ekki námslán
  4. Frumvarp Ingu Sæland um aukinn rétt til niðurgreiðslu sjúkratrygginga á tannlækningum og tannréttingum vegna meðfæddra galla
  5. Frumvarp Ingu Sæland um endurskilgreiningu á tengdum aðilum í sjávarútvegi
  6. Frumvarp Ingu Sæland um umhverfismatsskyldu virkjana yfir 200 kW og vindorkuvera yfir 1 MW
  7. Fyrsta frumvarp Jakobs Frímanns Magnússonar um skyldu fjarskiptafyrirtækja til að tryggja farsímasamband á þjóðvegum
  8. Frumvarp Jakobs Frímanns Magnússonar um skattaívilnanir vegna rafknúinna farartækja

Deila