Baráttan ber árangur

Inga Sæland

Það er fagnaðarefni þegar bar­átt­an fyr­ir rétt­læti ber ár­ang­ur eins og gerðist á síðasta þing­fundi kjör­tíma­bils­ins þegar tvö bar­áttu- og rétt­læt­is­mál Flokks fólks­ins voru samþykkt á síðustu mín­út­um þings­ins.

Ann­ars veg­ar var samþykkt að stofna embætti hags­muna­full­trúa aldraðra og hins veg­ar að blind­um og sjónskert­um stæðu til boða leiðsögu­hund­ar sér að kostnaðarlausu.

Hags­muna­full­trúi aldraðra

Þeir sem komn­ir eru á eft­ir­launa­ald­ur eru fjöl­breytt­ur hóp­ur ein­stak­linga sem búa við mis­mun­andi aðstæður, fjár­hag og heilsu. Hags­muna­full­trúa aldraðra er ætlað að vekja at­hygli á rétt­inda- og hags­muna­mál­um þeirra, leiðbeina þeim um rétt­indi sín og bregðast við telji hann á þeim brotið. Að auki skal hann hafa frum­kvæðis­eft­ir­lit með per­sónu­leg­um hög­um allra eldri borg­ara og jafn­framt gera til­lög­ur um úr­bæt­ur á rétt­ar­regl­um er varða þá, ásamt því að hafa frum­kvæði að stefnu­mark­andi umræðu í sam­fé­lag­inu um mál­efni eldra fólks.

Flokk­ur fólks­ins fagn­ar Hags­muna­full­trúa aldraðra sem mun vinna ómet­an­legt verk í þeirra þágu.

Leiðsögu­hund­ar fyr­ir blinda

Þeir sem hafa fulla sjón eiga flest­ir erfitt með að setja sig í spor hins blinda og sjónskerta.

Hins veg­ar á ég það ekki og tala því út frá eig­in reynslu þegar ég segi að sann­ar­lega hefði ég sloppið við marg­ar bylt­urn­ar og pústr­ana í gegn­um lífið hefði mér auðnast sú gifta að eiga slík­an sam­ferðarfé­laga og hjálp­ar­tæki sem leiðsögu­hund­ur er. Hann er ein­fald­lega augu þess blinda og sjónskerta. Að meðaltali hef­ur verið út­hlutað ein­um leiðsögu­hundi á ári. Fjár­magnið fengið með sjálfsafla­fé eða góðgerðarsöfn­un­um vel­viljaðra. Það eru 18 ein­stak­ling­ar sem bíða nú eft­ir slíkri hjálp, þannig að ef frum­varp Flokks fólks­ins hefði ekki fengið far­sæl­an endi þá myndi sá aft­asti í röðinni fá hjálp­ina eft­ir 18 ár.

Með frum­varpi Flokks fólks­ins er samþykkt að rík­is­sjóður sjái um að tryggja ár­lega fjár­magn til að þjálfa og flytja inn leiðsögu­hunda til sam­ræm­is við eft­ir­spurn hverju sinni án þess að not­end­ur beri kostnað sem hlýst af öfl­un og þjálf­un slíkra hunda eða vegna flutn­ings þeirra til og frá land­inu hverju sinni.

Nú geta blind­ir og sjónskert­ir fagnað og Flokk­ur fólks­ins ósk­ar þeim til ham­ingju og þakk­ar Alþingi fyr­ir að samþykkja þessa ómet­an­legu hjálp fyr­ir alla þá sem á henni þurfa að halda.

Flokk­ur fólks­ins hef­ur bar­ist fyr­ir rétt­læti og aldrei kvikað frá sann­fær­ingu sinni og stefnu sem krist­all­ast í einkun­ar­orðum okk­ar, „Fólkið fyrst og svo allt hitt“.

Við leggj­um stolt verk­in okk­ar í dóm kjós­enda.

Inga Sæland

Deila