Borgarstjórn felldi tillögu um rekstrarúttekt á Félagsbústöðum

Flokkur fólksins hefur frá 2018 ítrekað gagnrýnt á reikningsskilaaðferðir Reykjavíkurborgar sem notuð er hjá Félagsbústöðum sem fráfarandi endurskoðandi telur ekki standast íslensk lög.

Kolbrún Baldursdóttir lagði fram tillögu í borgarstjórn þann 19. júní árið 2018 um rekstrarúttekt á Félagsbústöðum.

Óhagnardrifið félag sýndi hagnað

„Það er ýmislegt sem orkar tvímælis þegar rýnt er í rekstur félagsins en það skal ekki rekið í ágóðaskyni. Í ljósi þess er athyglivert að Félagsbústaðir hafi sýnt svo mikinn hagnað á liðnu ári. Óskað er eftir að svarað verði spurningum um það hvernig hinn mikli hagnaður félagsins er myndaður og hvernig þessir liðir eru færðir í bókhaldi félagsins,“ segir í greinargerðinni en tillagan var felld.

Einar S. Hálfdánarson endurskoðandi sagði úr endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar í fyrradag vegna fyrrnefndrar reikningsskilaaðferðar, sem Einar varaði við þann 23. mars að stæðist ekki skoðun.

Félagsbústaðir eiga alls 1.971 íbúð og þær gerðar upp samkvæmt IFRS-staðli; á gangvirði en ekki afskrifuðu kostnaðarverði. Þar sem félagið er óhagnaðardrifið ætti ekki að nota IFRS samkvæmt Einari.

Fréttablaðið greindi frá því í blaðinu í dag að Einar hafi komist að annarri niðurstöðu en aðrir nefndarmenn og hafi hann því sagt sig úr nefndinni.

Svarið alltaf nei

Einar sagði í úrsagnarbréfi sínu að samstarfið við aðra nefndarmenn og innri endurskoðun þó verið með ágætum fram að þessu og nefndi hann sem dæmi gerð braggaskýrslunnar, sem hafi þó verið „stungið undir stól.“

Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins, lýsir undrun sinni yfir þessari yfirlýsingu.

„Af hverju sagði maðurinn ekkert fyrr þar sem hann var margspurður um hvað þeim þætti um þessa skýrslu og hvort ekki væri þarna meint misferil sem þyrfti að kanna. Þá var svarið alltaf nei,“ segir Kolbrún.

Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins

Deila