Burt með skerðingar og biðlista

Töl­um um skerðing­ar og keðju­verk­andi skerðing­ar í al­manna­trygg­inga­kerf­inu sem set­ur þá sem reyna af fremsta megni að tóra í þessu öm­ur­lega bútasaumaða kerfi á Íslandi ekki bara í fá­tækt, held­ur í sára­fá­tækt.

Nú­ver­andi rík­is­stjórn ef hún held­ur völd­um mun halda áfram að skerða at­vinnu­tekj­ur, dán­ar­bæt­ur, mæðra- og feðralaun, sjúkra­bæt­ur, líf­eyr­is­sjóð, leigu­bæt­ur, sér­tæk­ar leigu­bæt­ur, barna­bæt­ur, ald­ur­stengdu upp­bót­ina, heim­il­is­upp­bót­ina og fleiri flokka og það með til­heyr­andi skelf­ingu fyr­ir þá sem fyr­ir keðju­verk­andi skerðing­un­um verða.

Af­leiðing­arn­ar fyr­ir þá sem reyna að lifa af á lægstu al­manna­trygg­inga­laun­un­um eru vannær­ing, þung­lyndi og kvíði fyr­ir af­komu viðkom­andi og fjöl­skyldna þeirra.

Hugsið ykk­ur áhrif­in sem þetta hef­ur á öll börn­in sem verða að lifa í þess­um öm­ur­legu aðstæðum og af­leiðing­ar sem það hef­ur á þau í nútíð og framtíð að vera í sára­fá­tækt svo árum skipt­ir?

Þetta er það sem rík­is­stjórn­in býður þeim upp á sem verst hafa það á Íslandi. En á sama tíma hafa þeir sem hafa óheft­an aðgang að auðlind­um þjóðar­inn­ar aldrei grætt meira og vita ekki aura sinna tal.

Hvers vegna í ósköp­un­um setti rík­is­stjórn­in aft­ur á „krónu á móti krónu skerðing­ar“ hjá þeim sem verða fyr­ir bú­setu­skerðing­um, þ.e.a.s. eldra fólki og ör­yrkj­um. Hvað er að hjá þeim sem geta beitt þá verst settu svona öm­ur­leg­um skerðing­um, sem er ekk­ert annað en fjár­hags­legt of­beldi af verstu gerð.

Það var sagt fyr­ir síðustu kosn­ing­ar að nú væri tími þeirra verst settu í okk­ar sam­fé­lagi kom­inn og að þess­ir hóp­ar gætu ekki beðið leng­ur. En þeir bíða og bíða og bíða enn.

Rík­is­stjórn eft­ir rík­is­stjórn hef­ur byggt upp þetta öm­ur­lega bútasaumaða al­manna­trygg­inga­kerfi og viðhaldið því með ekki bara skerðing­um, held­ur keðju­verk­andi skerðing­um þar sem all­ar hækk­an­ir renna í gegn­um vasa ör­yrkja og eldra fólks og beint aft­ur í rík­is­sjóð. Ekk­ert annað hægt hjá þess­um verst setta hóp í ís­lensku sam­fé­lagi, en að herða enn frek­ar sultaról­ina.

Flokk­ur fólks­ins seg­ir fólkið fyrst og svo allt hitt og það á eng­inn á Íslandi að fá minna en 350.000 krón­ur á mánuði skatta- og skerðing­ar­laust

Á biðlista til kom­ast á biðlista?

Um 2.000 börn eru á biðlista eft­ir þjón­ustu í heil­brigðis­kerf­inu, hundruð barna á biðlista til að kom­ast á ann­an hundraða barna biðlista hjá Grein­ing­ar- og ráðgjaf­ar­stöð rík­is­ins sem sinn­ir börn­um með al­var­leg veik­indi. Það er allt að þriggja og hálfs árs bið hjá börn­um með al­var­leg veik­indi. Hvað næst, biðlisti til að kom­ast á biðlista, til að kom­ast á biðlista?

Skýrsla sem ég fékk í vor um fjölg­un á biðlist­um sýn­ir að biðlist­ar eru að lengj­ast og lengj­ast í heil­brigðis­kerf­inu og það er óþolandi að ár eft­ir ár stytt­ast ekki biðlist­ar barna held­ur lengj­ast og að hafa á annað þúsund börn á bið er okk­ur til há­bor­inn­ar skamm­ar. Hvað verður þá um þau börn sem eru kom­in fram á bjarg­brún­ina með skóla­göng­una og hvaða af­leiðing­ar mun það hafa á framtíð þeirra og fjöl­skyldna?

Flokk­ur fólks­ins seg­ir eitt barn á biðlista er einu barni of mikið.

Á biðlista

Heil­brigðis­kerfið er á ystu nöf og biðlist­ar eft­ir flest­um aðgerðum eru að lengj­ast. Kuln­un í starfi og að manna störf í heil­brigðis­kerf­inu er að verða stórt vanda­mál og þá einnig að álagið sé að buga marga þá sem eru í fremstu víg­línu í þessu kerfi.

Þá hef­ur ekki enn verið samið við sjúkraþjálf­ara og tal­meina­fræðinga og sér­fræðilækna. Þá skora lækn­ar einnig á stjórn­völd að standa við nauðsyn­leg­ar aðgerðir og úr­bæt­ur í heil­brigðis­kerf­inu.

Hjúkr­un­ar­heim­il­in eru kom­in á ystu nöf vegna fjár­skorts og áhyggju­laust ævikvöld verður alltaf fjar­læg­ari og fjar­læg­ari draum­ur. Von­andi er ekki enn verið að út­skrifa aldrað fólk af sjúkra­húsi og heim til sín þar sem það eina sem er til í ís­skápn­um er lýs­is­flaska og malt­dós.

Þá verðum við að sjá til þess að all­ir sem þurfa lækn­isaðstoð fái hana strax, en lendi ekki í langri bið eft­ir lífs­nauðsyn­legri aðgerð vegna Covid-19. Þá ber að upp­lýsa þá sem hafa beðið leng­ur en þrjá mánuði eft­ir aðgerð að þeir eiga rétt á að fara til út­landa í þá aðgerð, á kostnað rík­is­ins.

Flokk­ur fólks­ins seg­ir rétt­læti fyr­ir alla í ríku landi.

Guðmundur Ingi Kristinsson, alþingismaður og oddviti Suðvesturkjördæmis

Deila