Ég á afmæli í dag

Inga Sæland

Til ham­ingju með dag­inn þinn,“ syngja vin­ir mín­ir og nán­ustu vanda­menn og knúsa mig þrátt fyr­ir Covid eins metra regl­una og grímu­skyld­una. Ég hugsa; það er gott að eiga af­mæli. Lífið er ómet­an­legt og ynd­is­legt að fá að eld­ast ef heils­an stend­ur með manni.

Það er gott að vera til fyr­ir flesta þá sem fá að njóta þeirra for­rétt­inda að búa á eyj­unni okk­ar fögru. Ég nudda stír­urn­ar úr aug­un­um, er alltaf jafn hissa á því sem mæt­ir mér í spegl­in­um. Er þetta ég? Hvernig stend­ur á þess­um gráu hár­um þegar mér finnst ég ný­fermd. Það er bros­legt hvernig umbúðirn­ar breyt­ast í al­gjöru takt­leysi við eigið sjálf. Kannski er ég há­fleyg núna fyr­ir suma, en það er allt í lagi. Við erum ekki öll eins, sem bet­ur fer.

Í kolli mín­um syngja þau Raggi Bjarna heit­inn og Lay Low hið ómet­an­lega fal­lega „Þannig týn­ist tím­inn.“ Það var okk­ar frá­bæri listamaður Bjart­mar Guðlaugs­son sem samdi bæði lag og texta. Og í stað þess að þreyta ykk­ur með póli­tík vil ég nú þegar sum­arið stend­ur sem hæst senda ykk­ur öll­um þetta fal­lega ljóð. Lesið með bjart­sýni, brosi og kær­leika að leiðarljósi. Það er mín ein­læga og staðfasta trú að okk­ur muni þrátt fyr­ir allt argaþras farn­ast vel sem ein stór fjöl­skylda sem erum hér sam­an kom­in til að vernda og vera góð hvert við annað.

Líkt og ástar­ljóð sem eng­inn fékk að njóta

Eins og gulnað blað sem geym­ir óræð orð

Eins og göm­ul hefð sem búið er að brjóta

Þar er ég, þar ert þú, þar er allt það sem ást­in okk­ur gaf

Þannig týn­ist tím­inn þó hann birt­ist við og við

Líkt og sum­ar­ást sem aldrei náði að blómstra

Líkt og tregatár sem geym­ir fal­leg bros

Þarna er göm­ul mynd sem sýn­ir glaðar stund­ir

Þar er ég, þar ert þú, þar er allt það sem ást­in okk­ur gaf

Þannig týn­ist tím­inn þó hann birt­ist við og við

Líkt og mynd sem bjó í von­ar­landi þínu

Eins og æskuþrá sem lifn­ar við og við

Býr þar sekt­ar­kennd sem að ennþá nær að særa

Þar er ég, þar ert þú, þar er allt það sem ást­in okk­ur gaf

Þannig týn­ist tím­inn þó hann birt­ist við og við

Við eig­um aðeins eitt líf. Lát­um það vera til gæfu eins og við best get­um. Hend­um for­dóm­um, vanþekk­ingu og leiðind­um út um glugg­ann. Við eig­um ekki að gefa neinu slíku eina ein­ustu mín­útu af okk­ar dýr­mæta tíma. Af­mæl­is­dag­arn­ir hrann­ast upp á ljós­hraða. Sum­ir eiga erfitt á meðan öðrum líður vel. Þegar upp er staðið þá erum við öll sam­ferða.

Ingva Sæland

Deila