Ekki snefill af samkennd!

Nú þegar þjóðin sam­ein­ast um að hjálpa Grind­vík­ing­um, sýna stjórn­end­ur bank­anna sitt rétta and­lit, hafi það þá dulist ein­hverj­um hingað til. Af sinni al­kunnu rausn bjóða þeir Grind­vík­ing­um upp á fryst­ingu fast­eignalána, með þeim hætti að greitt sé af lán­um, en vext­ir og verðbæt­ur bæt­ast við höfuðstól. Þetta hljóm­ar vel, þar til nán­ar er skoðað, því sam­kvæmt ný­leg­um greiðslu­seðlum hafa lánþegar verið að greiða und­ir 10.000 krón­ur inn á hús­næðislán en allt að 490.000 krón­ur í vexti.

Í því sam­hengi er kosta­boð bank­anna ekki betra en að leyfa fólki að frysta tíuþúsund­kall­inn en bæta á sama tíma 490.000 krón­um ofan á lánið á hverj­um mánuði. Svona „lausn­ir“ voru boðnar í kjöl­far banka­hruns­ins og enduðu án und­an­tekn­inga með skelf­ingu. Það veit eng­inn hvað fram und­an er þegar þetta er skrifað, en þó er ljóst að Grind­vík­ing­ar upp­lifa nú mikla fjár­hags­lega óvissu og er það með öllu óá­sætt­an­legt.

Það er ekki enn ljóst hvenær Grind­vík­ing­ar fá bæt­ur fyr­ir það tjón sem þegar hef­ur orðið en með því að bjóða aðeins upp á fryst­ingu af­borg­ana op­in­ber­ast sú ætl­un bank­anna að stinga hluta bóta­fjár Grind­vík­inga í sinn eig­in vasa.

Ef 50 millj­ón­ir hvíla á húsi með bruna­bóta­mat upp á 80 millj­ón­ir, þá mun bank­inn að sjálf­sögðu fá þær 50 millj­ón­ir til baka í því upp­gjöri og hús­eig­and­inn 30 millj­ón­ir til að koma sér upp nýju hús­næði. Ef upp­gjör dregst í þrjá mánuði, mun bank­inn, sam­kvæmt fyrr­nefndu dæmi, fá 51,5 millj­ón­ir í sinn hlut og drag­ist það í sex mánuði mun hann fá 53 millj­ón­ir og hús­eig­and­inn minna sem því nem­ur.

Venju­legt fólk sem hef­ur misst allt mun­ar svo sann­ar­lega um minna.

Maður spyr sig óneit­an­lega hvort eng­inn af stjórn­end­um bank­anna búi yfir snefli af sam­kennd og hvort þeir finni aldrei fyr­ir sam­fé­lags­legri ábyrgð sinni.

Bank­arn­ir eru að fá sjálfsafla­fé lands­manna í bíl­förm­um til sín í formi vaxta, enda hafa þeir hagn­ast um 60 millj­arða á fyrstu níu mánuðum þessa árs og hagnaður þeirra stefn­ir í 80 millj­arða. Bank­arn­ir eiga að gera bet­ur en þetta gagn­vart íbú­um Grinda­vík­ur. Í þetta eina skipti bið ég þá um að sýna snef­il af sam­fé­lags­legri ábyrgð, í stað þess að senda reikn­ing­inn beint á fólkið sem þeir kalla viðskipta­vini. Þeir verða ein­fald­lega að fella niður greiðslur af lán­um Grind­vík­inga þar til mál taka að skýr­ast.

Tíma­bund­in niður­fell­ing vaxta og verðbóta fel­ur ekki í sér tap fyr­ir bank­ana, held­ur aðeins að hagnaður þeirra verður aðeins minni. Það er dropi í hafið hjá bönk­un­um en get­ur skipt sköp­um fyr­ir fólk sem nátt­úru­öfl­in hafa svipt öllu.

Krefj­um bank­ana um sam­stöðu með Grind­vík­ing­um.

 

Deila