Er ekki kominn tími til að tengja?

Rík­is­stjórn­in stát­ar af því að hér sé kaup­mátt­ur hvað mest­ur. Jafn­vel mun meiri en í lönd­un­um í kring­um okk­ur. Vita þau ekki að það dett­ur eng­um í hug að trúa þessu bulli? Er eitt­hvað sam­bæri­legt að miða sam­an viðvar­andi verðbólgu og ok­ur­vexti sem við erum að bug­ast und­an, við lönd þar sem far­sæl­lega hef­ur tek­ist að kveða verðbólgu­draug­inn í kút­inn og halda vöxt­um mörg­um sinn­um lægri en hér? Eitt er víst að eng­inn af stjórn­mála­leiðtog­um þjóðanna sem við ber­um okk­ur sam­an við hefði ráðist að sam­fé­lag­inu með krónu­tölu­hækk­un­um og millj­arða kosn­ingalof­orðum um hall­ar­bygg­ingu og Borg­ar­línu. Hver og ein ein­asta þess­ara rík­is­stjórna barðist af afli gegn hvers kon­ar þenslu­vald­andi aðgerðum og upp­skáru eins og þær sáðu. Náðu að koma jafn­vægi á efna­hags­reikn­ing­inn og vernda sam­fé­lagið gegn þeirri ágjöf sem ís­lenska rík­is­stjórn­in hef­ur sturtað yfir skuld­sett ís­lensk heim­ili og fyr­ir­tæki. Það er sama hvernig þau reyna að fegra hlut­ina, við vit­um öll að það er inn­an­tómt blaður.

Á sama tíma og ráðamenn reyna að telja þeim sem eru að slig­ast und­an ok­ur­lán­un­um trú um að þeir séu jú í fín­um mál­um þá birti milli­inn­heimtu­fyr­ir­tækið Mot­us yf­ir­lýs­ingu um 20,1% vöxt á al­var­leg­um van­skil­um heim­il­anna frá ára­mót­um. En þetta er jú „allt í lagi“ þar sem eigna­mynd­un heim­il­anna okk­ar hef­ur verið svo ríf­leg eins og for­sæt­is­ráðherra fær ekki leiða á að minna okk­ur á. Við erum alltaf að græða á ófremd­ar­ástand­inu og óráðsí­unni sem hann og rík­is­stjórn hans hef­ur komið til leiðar.

Staðreynd­in er sú að við erum ekki að fara að selja ofan af okk­ur þakið til að inn­leysa þenn­an upp­safnaða hagnað, er það? Við etum ekki stein­steyp­una, er það? Skipt­ir það ein­hverju máli hvers virði fast­eign­in okk­ar er ef hún er heim­ilið okk­ar og eina þakið sem við eig­um yfir höfuðið? Hinn al­menni borg­ari er ekki fjár­fest­ir sem safn­ar fast­eign­um í taum­lausri græðgi. Þar sem Mata­dor-stemn­ing­in ríður röft­um og engu er eirt. Þar sem hátt í 80% leigu­íbúða á land­inu er komið í fang græðgi­svæddra leigu­fé­laga sem njóta þess ófremd­ar­ástands sem skap­ast hef­ur í skort­stefnu stjórn­valda. Það er hjákát­lega aumk­un­ar­vert að heyra þessa óhæfu rík­i­s­tjórn guma af því að aldrei hafi verið byggt meira. Hvaða máli skipt­ir það í sam­hengi hlut­anna þegar það er aldrei byggt nóg? Það er stór­kost­leg vönt­un á hús­næði. Það er staðreynd.

Það að koma sér þaki yfir höfuðið þykja sjálf­sögð mann­rétt­indi í öll­um siðmenntuðum sam­fé­lög­um. Á Íslandi eru það for­rétt­indi, nema fyr­ir suma.

Deila