Er þetta boðlegt?

Guðmund­ur Ingi Krist­ins­son, þingmaður Flokks fólks­ins, spurði rík­is­stjórn­ina að því hvert hún stefndi er hann ræddi um aldraða og ör­yrkja á Alþingi í dag. Nefndi hann í því sam­hengi fregn­ir af 92 ára konu sem var lát­in sofa inni á sal­erni á Land­spít­al­an­um.

Er þetta stefn­an? Er þetta boðlegt? Ég segi nei“ sagði Guðmund­ur Ingi und­ir dag­krárliðnum störf þings­ins.

Hann nefndi einnig grein Morg­un­blaðsins í morg­un þar sem fram kem­ur að um 200 manns und­ir 67 ára sem þurfa á þjón­ustu að halda búa á hjúkr­un­ar­heim­il­um sem hef­ur verið breytt í fé­lags­leg­ar íbúðir.

Það hlýt­ur að segja sig sjálft að það er eitt­hvað al­var­legt að í heil­brigðis­kerf­inu okk­ar ef þetta er staðreynd­in“ sagði hann og taldi ekki for­svar­an­legt að láta þá sem ann­ast aldraða einnig ann­ast þá sem eiga við geðræn vanda­mál að stríða.

 

Þessi frétt birtist á Mbl.is

Deila