Erum með stóran hóp í sára fátækt

„Við erum enn með þúsundir barna í fátækt, enn lifa þúsundir einstaklinga undir fátæktarmörkum og við erum með stóran hóp í sára fátækt,“ sagði Guðmundur Ingi Kristinsson í þingræðu.

„Það virðist vera eitthvert lögmál í því, einhver tregða, og ég vona að menn hætti að hæla sér af því að setja fjóra milljarða inn í krónu á móti krónu skerðingu sem skilar sér ekki eitt eða neitt nema í skerðingum og fari að gera það sem þeir gerðu núna og eru búnir að átta sig á, eins og með 10.000-kallinn, að setja hann inn skatta- og skerðingarlaust, og setja nú inn skatta- og skerðingarlaust 300.000-kall, skatta- og skerðingarlausan jólabónus. Menn verða að hætta að mismuna. Ef einhver fær 80.000 kr. jólabónus eiga allir að fá 80.000 kr. jólabónus. Ekki mismuna fólki.“

„Ef alþingismenn hafa rosalega þörf fyrir 180.000 kr. jólabónus þurfa allir að hafa 180.000 kr. jólabónus. Við eigum að hætta þessu ójafnræði. Hvar er jafnræðið? Það væri gaman að heyra í stjórnarliðum um hvers konar jafnræði er í því að við fáum 180.000-kall, atvinnulausir 80.000-kall, þau sem eru með langveik börn 60.000-kall og öryrkjar 44.000-kall. Hver fann út þessa jafnræðisreglu? Ég vona að hann komi hingað og skýri út fyrir mér hvernig hann fann hana út,“ sagði þingmaðurinn Guðmundur Ingi Kristinsson.

Guðmundur Ingi Kristinsson alþingismaður og varaformaður flokks fólksins

Deila