Fjárhagslegt ofbeldi

Guð­mundur Ingi Kristins­son, þing­maður Flokks fólksins, veltir því fyrir sér hvers vegna það er svona erfitt að semja um kjör lág­launa­fólks sem er bara með 320 þúsund krónur á mánuði fyrir skatt.

Guð­mundur vakti at­hygli á þessu í um­ræðum um störf þingsins á Al­þingi í gær þar sem hann las meðal annars upp tölvu­póst sem hann fékk frá á­hyggju­fullri móður í Kópa­vogi.

Í tölvu­póstinum stóð:

„Sveitar­fé­lögin eru að neita að semja á kostnað geð­heilsu barnsins míns. Co­vid-lokanir í skólum hafa verið nógu slæmar en þetta verk­fall er al­gjör­lega ó­skiljan­legt fyrir barn og lokanir í skólum valda barni mínu ó­bætan­legum skaða. — Móðir í Kópa­vogi.“

Guð­mundur Ingi sagðist hafa spurt ráð­herra ríkis­stjórnarinnar í ó­undir­búnum fyrir­spurnum hvaða „snillingur“ hafi reiknað það út að líf­eyris­laun séu að meðal­tali um 250 þúsund krónur á mánuði, at­vinnu­lausir fái 290 þúsund krónur á mánuði og lág­marks­laun séu 335 þúsund krónur á mánuði fyrir skatt. „Ég spyr einnig hvers vegna hluta­bóta­laun séu 400.000 kr. að lág­marki. Engin svör hafa komið fram um þennan mis­mun.“

Guð­mundur sagði hið rétta að þetta væri ekkert annað en gróft fjár­hags­legt of­beldi.

„Að borga fólki laun sem eru undir fá­tæktar­mörkum er ekkert annað en heimska og það er fá­rán­legt að við­halda svona grófri mis­munun. Við eigum að vinna að rétt­látu sam­fé­lagi. Það á að vera sjálf­sagt að kjör fatlaðs fólks og lang­veiks fólks, eldri borgara, at­vinnu­lausra og lág­launa­fólks séu mann­sæmandi. Rétt væri að 400.000 kr. á mánuði fyrir skatt verði lág­markið og það strax.“

Guð­mundur Ingi sagði að lokum að í þessu sam­hengi væri til­laga Ör­yrkja­banda­lagsins um 41 þúsund króna hækkun grunn­launa á mánuði árið 2020 mjög sann­gjörn.

„En svarið er nei, sem er undar­legt, sér­stak­lega í ljósi ný­legra hækkana til okkar og annarra æðstu em­bættis­manna, eins og það er orðað í fréttum. Já, en því miður er það svo að enn einu sinni er ekki sama Jón og séra Jón, æðstu em­bættis­menn þjóðarinnar.“

Guðmundur Ingi Kristinsson alþingismaður og varaformaður flokks fólksins

Deila