Eftir spennandi kosningar eru niðurstöðurnar komnar á hreint. Kjördæmakjörnir þingmenn Flokks fólksins eru sex talsins en flokkurinn fær ekkert jöfnunarsæti. Flokkurinn fékk alls 8,8% atkvæða og bætti við sig 2,1% fylgi á landsvísu frá síðustu kosningum og bætir því við sig tveimur þingmönnum. Oddvitar flokksins í öllum kjördæmum eru því komnir á alþingi. Þingmenn flokksins eru eftirfarandi, eftir kjördæmum:
- Norðvestur: Eyjólfur Ármannsson
- Norðaustur: Jakob Frímann Magnússon
- Suður: Ásthildur Lóa Þórsdóttir
- Suðvestur: Guðmundur Ingi Kristinsson
- Reykjavík suður: Inga Sæland
- Reykjavík norður: Tómas A. Tómasson
Við viljum þakka ykkur öllum kærlega fyrir stuðninginn. Án ykkar gætum við engu breytt. Hvort sem að við endum í ríkisstjórn eða stjórnarandstöðu þá munum við berjast fyrir ykkur allt til enda.
Fólkið fyrst!
Svo allt hitt…