Flokkur fólksins fær 8,8% fylgi í alþingiskosningunum!

Eftir spennandi kosningar eru niðurstöðurnar komnar á hreint. Kjör­dæma­kjörn­ir þing­menn Flokks fólks­ins eru sex tals­ins en flokk­ur­inn fær ekk­ert jöfn­un­ar­sæti. Flokkurinn fékk alls 8,8% at­kvæða og bætti við sig 2,1% fylgi á landsvísu frá síðustu kosn­ing­um og bæt­ir því við sig tveim­ur þing­mönn­um. Oddvitar flokksins í öllum kjördæmum eru því komnir á alþingi. Þing­menn flokks­ins eru eft­ir­far­andi, eft­ir kjör­dæm­um:

  • Norðvest­ur: Eyj­ólf­ur Ármanns­son
  • Norðaust­ur: Jakob Frí­mann Magnús­son
  • Suður: Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir
  • Suðvest­ur: Guðmund­ur Ingi Krist­ins­son
  • Reykjavík suður: Inga Sæ­land
  • Reykja­vík norður: Tóm­as A. Tóm­as­son

Við viljum þakka ykkur öllum kærlega fyrir stuðninginn. Án ykkar gætum við engu breytt. Hvort sem að við endum í ríkisstjórn eða stjórnarandstöðu þá munum við berjast fyrir ykkur allt til enda.

Fólkið fyrst!

Svo allt hitt…

Deila