Fólkið fyrst svo allt hitt

Í dag verður 154. lög­gjaf­arþing sett. Eðli­lega eiga marg­ir sér þann draum að loks verði tekið utan um þá sem verst hafa það í sam­fé­lag­inu. Að rík­is­stjórn­in sýni loks vilja til að leiðrétta bág kjör þeirra sem lifa langt und­ir fá­tækt­ar­mörk­um. Per­sónu­lega er ég ekk­ert sér­lega bjart­sýn hvað það varðar, því það má öll­um vera ljóst að þessi rík­is­stjórn ger­ir allt annað en að for­gangsraða fjár­mun­um fyr­ir fólkið fyrst.

Það stend­ur ekki á Flokki fólks­ins að leggja fram og mæla fyr­ir hverju þing­manna­mál­inu á fæt­ur öðru sem öll byggja á því að bæta af­komu þeirra sem bág­ast standa. Við erum stolt af því að vera mál­svar­ar þessa hóps. Þing­menn Flokks fólks­ins munu aldrei kvika frá því meg­in­mark­miði flokks­ins að berj­ast gegn fá­tækt. Til þess mun­um við nýta æðsta ræðupúlt lands­ins af öll­um kröft­um hér eft­ir sem hingað til. Strax í dag mun­um við leggja fram ríf­lega 60 þing­manna­mál sem eru m.a. til að tryggja öll­um þau grund­vall­ar­mann­rétt­indi að hafa þak yfir höfuðið, geta tryggt sér og sín­um fæði, klæði og hús­næði. Við erum flokk­ur­inn sem berst með kjafti og klóm gegn skatt­lagn­ingu fá­tækt­ar. Við erum flokk­ur­inn sem er raun­veru­leg­ur mál­svari málleys­ingj­anna sem geta ekki varið sig sjálf­ir gegn of­beldi og dýr­aníði. Við erum flokk­ur­inn sem berst gegn út­rým­ingu sjáv­ar­byggðanna og þeirri fjand­sam­legu stefnu sem rek­in hef­ur verið í sjáv­ar­út­veg­in­um. Þar sem sæ­greif­ar hafa sogað til sín hundruð millj­arða úr sjáv­ar­auðlind sem á tylli­dög­um er sögð sam­eign þjóðar­inn­ar. Á sama tíma er ráðist að smá­báta­út­gerð sem trygg­ir af­komu hundraða fjöl­skyldna sjáv­ar­pláss­anna sem berj­ast fyr­ir til­veru sinni.

Á morg­un flyt­ur for­sæt­is­ráðherra stefnuræðu sína fyr­ir kom­andi lög­gjaf­arþing. Ætli hún sé að fara að berj­ast gegn fá­tækt­inni, verðbólg­unni, ok­ur­vöxt­un­um, mis­skipt­ing­unni, spill­ing­unni, sjálf­tök­unni? Skyldi hún boða bjart­ari tíma í heil­brigðismál­um, stytt­ingu biðlista? Get­um við jafn­vel ímyndað okk­ur að hún ætli að bæta stöðu eldra fólks sem býr við ótta og óör­yggi? Eldra fólks sem skort­ir fé­lags­leg­an stuðning, um­hyggju og al­mennt ör­yggi? Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki hlaðin ótta og kvíða. Skyldi hún boða ör­yrkj­um og eldra fólki auk­in tæki­færi til sjálfs­bjarg­ar án skerðinga? Boðar hún lög­gild­ingu samn­ings Sam­einuðu þjóðanna um rétt­indi fatlaðs fólks?

Katrín Jak­obs­dótt­ir hef­ur sagt að það að láta fá­tækt fólk bíða eft­ir rétt­læt­inu sé það sama og neita því um rétt­læti. Ætlar for­sæt­is­ráðherra að halda áfram að láta þau bíða, halda áfram að neita þeim um rétt­lætið?

Ég hvet alla til að fylgj­ast með stefnuræðu for­sæt­is­ráðherra á miðviku­dags­kvöldið. Þar legg­ur hún lín­urn­ar fyr­ir þing­vet­ur­inn fram und­an.

Höf­und­ur er alþing­ismaður og formaður Flokks fólks­ins.

Deila