Reykjavíkurkjördæmi suður

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, mun leiða lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður í komandi alþingiskosningum. Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir sálfræðingur skipar 2. sæti listans, en hún hefur setið sem borgarfulltrúi flokksins frá árinu 2018 og var áður meðal annars formaður Barnaheilla.
 
Rúnar Sigurjónsson vélvirki og formaður Fornbílaklúbbs Íslands skipar 3. sæti listans og í 4. sæti. er Helga Þórðardóttir kennari, sem hefur gegnt stöðu varaborgarfulltrúa flokksins frá árinu 2022.
1. Inga Sæland, alþingismaður, Reykjavík
2. Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, borgarfulltrúi, Reykjavík
3. Rúnar Sigurjónsson, vélvirki og framkvæmdastjóri, Reykjavík
4. Helga Þórðardóttir, kennari og varaborgarfulltrúi, Reykjavík
5. Svavar Guðmundsson, sjávarútvegsfræðingur, Reykjavík
6. Guðrún Ósk Jakobsdóttir, formaður fimleikadeildar Fylkis, Reykjavík
7. Svanberg Hreinsson, framreiðslumaður, Mosfellsbæ
8. Halldóra Gestsdóttir, hönnuður, Reykjavík
9. Birgir Jóhann Birgisson, tónlistamaður, Reykjavík
10. Valur Sigurðsson, rafvirki, Reykjavík
11. Guðný Erla Jakobsdóttir, leikskólakennari og þjálfari, Hafnafirði
12. Ómar Örn Ómarsson, verkamaður, Reykjavík
13. Hjördís Björg Kristinsdóttir, sjúkraliði, Reykjavík
14. Sigurjón Arnórsson, framkvæmdastjóri, Kópavogi
15. Þóra Bjarnveig Jónsdóttir, handverkskona, Reykjavík
16. Kristján Arnar Helgason, eldri borgari, Reykjavík
17. Guðbergur Magnússon, ellilífeyrisþegi, Reykjavík
18. Magano Katrina Shiimi, sjúkraliði, Mosfellsbæ
19. Óli Már Guðmundsson, listamaður, Reykjavík
20. Hilmar Guðmundsson, eldri borgari, Reykjavík
21. Þórarinn Kristinsson, eldri borgari, Reykjavík
22. Sigríður Sæland Jónsdóttir, húsmóðir, Reykjavík

Suðvesturkjördæmi

Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, mun leiða lista flokksins í Suðvesturkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Hann hefur setið á Alþingi frá árinu 2017. Áður en Guðmundur tók sæti á Alþingi tók hann virkan þátt í réttindabaráttu fatlaðs fólks og öryrkja, m.a. sem formaður félagsins BÓT, baráttu- og samstöðufélags fyrir bættum kjörum lífeyrisþega og gegn fátækt á Íslandi, og sem fulltrúi í trúnaðarráði VR og fulltrúi VR á ársfundum ASÍ. Guðmundur starfaði áður m.a. sem lögreglumaður og í versluninni Brynju á Laugavegi.
 
Jónína Björk Óskarsdóttir, skrifstofustjóri Flokks fólksins, skipar 2. sæti listans. Áður starfaði hún sem forstöðumaður félagsstarfs aldraðra í Hafnarfirði. Jónína situr í stjórn Byggðastofnunar.
 
Grétar Mar Jónsson, sjómaður, skipar 3. sæti listans og Þóra Gunnlaug Briem tölvunarfræðingur er í 4. sæti.

1. Guðmundur Ingi Kristinsson, alþingismaður, Kópavogi
2. Jónína Björk Óskarsdóttir, skrifstofustjóri, Kópavogi
3. Grétar Mar Jónsson, sjómaður, Hafnafirði
4. Þóra Gunnlaug Briem, tölvunarfræðingur, Hafnafirði
5. Ólöf Pálína Úlfarsdóttir, kennari og námsráðsgjafi, Reykjavík
6. Stefanía Sesselja Hinriksdóttir, bifvéla- og bifhjólavirki, Reykjavík
7. Ósk Matthíasdóttir, förðunarfræðingur, Hafnafirði
8. Páll Þór Ómarsson Hillers, leigubílstjóri, Garðabæ
9. Ástrún Lilja Sveinbjarnardóttir, eldri borgari, Kópavogi
10. Bjarni Guðmundur Steinarsson, bílstjóri, Hafnafirði
11. Magnús Bjarnason, bifreiðarstjóri, Garðabæ
12. Davíð Örn Guðmundsson, lagerstjóri, Reykjavík
13. Einar Magnússon, rafvirki, Reykjavík
14. Auður Ósk Ingimarsdóttir, fótaaðgerðafræðingur, Mosfellsbæ
15. Heiða Kolbrún Leifsdóttir, huglistamaður, Kópavogi
16. Steinar Svan Birgisson, listamaður, Hafnafirði
17. Erla Magnúsdóttir, fyrrv. sundlaugavörður, Hafnafirði
18. Vilborg Reynisdóttir, formaður Stangveiðifélags Hafnafjarðar, Hafnafirði
19. Karl Hjartarson, eldri borgari, Kópavogi
20. Margrét G Sveinbjörnsdóttir, fyrrv. skólaliði, Hafnafirði
21. Andrea Kristjana Sigurðardóttir, öryrki, Hafnafirði
22. Guðmundur Svavar Kjartansson, eldri borgari, Kópavogi
23. Kolbeinn Sigurðsson, framkvæmdastjóri, Hafnafirði
24. Guðmundur Ingi Guðmundsson, sölumaður, Hafnafirði
25. Ragnheiður Hrefna Gunnarsdóttir, eldri borgari, Kópavogi
26. Hreiðar Ingi Eðvarðsson, lögfræðingur, Mosfellsbæ
27. Gunnar Þór Þórhallsson, vélfræðingur, Reykjavík
28. Jón Númi Ástvaldsson, öryrki og eldri borgari, Hafnafirði

Suðurkjördæmi

Ásthildur Lóa Þórsdóttir alþingismaður og kennari, mun leiða lista Flokks fólksins í Suðurkjördæmi.
 
Sigurður Helgi Pálmason safnvörður og þáttagerðarmaður skipar 2. sætið, Elín Fanndal félagsliði og varaþingmaður, skipar 3. sætið og Jónas Yngvi Ásgrímsson, stjórnarmaður hjá VR og miðstjórnarmaður ASÍ, það fjórða.
 
Ásthildur Lóa, sem hefur setið á þingi fyrir flokkinn á yfirstandandi kjörtímabili, er 3. varaforseti Alþingis og situr í Efnahags- og viðskiptanefnd og Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Hún hefur verið formaður Hagsmunasamtaka heimilanna frá 2017 og barist fyrir heimilin í okur umhverfi vaxta og húsnæðiskostnaðar þar sem réttindi neytenda á fjármálamarkaði eru oft lítils virt. 
 
 Sigurður Helgi Pálmason vinnur að þáttagerð fyrir RÚV og hefur komið mjög víða við í atvinnulífinu. Hann leggur áherslu á að bæta heilbrigðisþjónustu fyrir alla, en þó sérstaklega fyrir eldri borgara, sem hann telur algjörlega fyrir neðan allar hellur.  Hann er mikill áhugamaður um íslenska sögu og menningu.
 
„Við erum gríðarlega stolt af þessum lista,” segir Inga Sæland formaður Flokks fólksins.  „Þarna fáum við nýjar og ferskar raddir inn á þing sem brenna t.d. fyrir málefnum aldraðra og þeirra sem minna mega sín, auk þess að vera með víðtæka reynslu og þekkingu á verkalýðsmálum og baráttu vinnandi fólks.”
1. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, alþingismaður og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, Garðabæ
2. Sigurður Helgi Pálmason, safnvörður og þáttastjórnandi, Keflavík
3. Elín Íris Fanndal Jónasdóttir, félagsliði, Þorlákshöfn
4. Jónas Yngvi Ásgrímsson, stjórnarmaður VR og miðstjórnarmaður ASÍ, Skeiða- og Gnúpverjahreppi
5. Anna Linda Sigurðardóttir, deildarstjóri Vallaskóla, Selfossi
6. Vigfús Þórarinn Ásbjörnsson, smábátasjómaður og framkvæmdastjóri, Höfn í Hornafirði
7. Sigrún Berglind Grétars, leikskólaliði, Keflavík
8. Jórunn Lilja Jónasdóttir, öryrki, Eyrarbakka
9. Guttormur Helgi Rafnkelsson, vélvirki, Hveragerði
10. Dagbjört Eilíf Baldvinsdóttir, hönnunarstjóri, Selfossi
11. Bjarni Aðalsteinn Pálsson, bakari, Keflavík
12. Helga Jónsdóttir, mósaík listakona, Vestmannaeyjum
13. Páll Bragi Hólmarsson, tamningamaður, Selfossi
14. Inga Helga Fredriksen, öryrki, Vogum
15. Ásta María Sigurðardóttir, stuðningsforeldri, Hvolsvelli
16. Daði Þór Einarsson, tónlistarkennari, Þorlákshöfn
17. Gunnþór Guðmundsson, eldri borgari, Keflavík
18. Jón Þórarinn Magnússon, eldri borgari, Hellu
19. Guðfinna Sigurgeirsdóttir, eldri borgari, Garði
20. María G. Blómkvist Andrésdóttir, eldri borgari, Selfossi

Reykjavíkurkjördæmi norður

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, mun leiða lista Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður í komandi þingkosningum. Marta Wieczorek grunnskólakennari skipar 2. sæti listans, en hún starfar í Hólabrekkuskóla og er aðstoðarskólastjóri pólska skólans og menningasendiherra. Marta var kosin Reykvíkingur ársins 2024 fyrir dýrmætt starf í þágu barna í borginni sem kennari.
 
Björn Þorláksson blaðamaður og rithöfundur skipar 3. sæti listans fyrir þingkosningarnar 30. nóvember næstkomandi og Andrea Rut Pálsdóttir aðstoðarþjónustustjóri er í 4. sæti.
1. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Reykjavík
2. Marta Wieczorek, kennari og menningarsendiherra, Reykjavík
3. Björn Jónas Þorláksson, blaðamaður og rithöfundur, Reykjavík
4. Andrea Rut Pálsdóttir, aðstoðarþjónustustjóri, Kópavogi
5. Guðrún María Magnúsdóttir, grunnskólakennari, Reykjavík
6. Jón Elmar Ómarsson, rafvirki, Reykjavík
7. Pálmey Helga Gísladóttir, lyfjatæknir, Reykjavík
8. Þráinn Óskarsson, framhaldsskólakennari, Reykjavík
9. Birna Melsted, heilbrigðisritari, Reykjavík
10. Hafsteinn Ægir Geirsson, verkstæðisstarfsmaður, Reykjavík
11. Bára Kristín Pétursdóttir, leiðsögumaður, Hafnafirði
12. Daníel Dúi Ragnarsson, nemi, Reykjavík
13. Ingiborg Guðlaugsdóttir, eldri borgari, Reykjavík
14. Ólafur Kristófersson, fyrrv. bankastarfsmaður, Reykjavík
15. Hildur Júlíusdóttir, lífeindafræðingur, Reykjavík
16. Kristján Salvar Davíðsson, fyrrv. leigubílstjóri
17. Gefn Baldursdóttir, læknaritari, Reykjavík
18. Hallur Heiðar Hallsson, hönnuður, Reykjavík
19. Elvý Ósk Guðmundsdóttir, þjónustufulltrúi, Reykjavík
20. Gunnar Skúli Ármannsson, læknir, Reykjavík
21. Sigríður Sæland Óladóttir, hjúkrunarfræðingur, Reykjavík
22. Ingólfur Þórður Jónsson, eldri borgari, Kópavogi

Norðausturkjördæmi

Sigurjón Þórðarson líffræðingur mun leiða lista Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Hann starfar sem framkvæmdastjóri hjá heilbrigðiseftirlitinu og sat á Alþingi árin 2003-2007. Sigurjón hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu, hefur setið í sveitarstjórn og unnið fjölbreytt störf, þar á meðal á sjó.
 
Katrín Sif Árnadóttir þjálfari og varaþingmaður flokksins skipar 2. sæti listans og Sigurður H. Ingimarsson tónlistarkennari er í 3. sæti. Tinna Guðmundsdóttir sjúkraliðanemi skipar 4. sæti listans.

1. Sigurjón Þórðarson, framkvæmdastjóri, Siglufirði
2. Katrín Sif Árnadóttir, þjálfari, Akureyri
3. Sigurður H. Ingimarsson, tónlistarkennari, Akureyri
4. Tinna Guðmundsdóttir, sjúkraliðanemi, Akureyri
5. Sigurður Vikar Karlsson, álversstarfsmaður Alcoa, Egilsstöðum
6. Bjarni Reykjalín Magnússon, útgerðarmaður, Grímsey
7. Ásdís Árnadóttir, eldri borgari, Akureyri
8. Guðni Þórir Jóhannsson, sjómaður, Djúpavogi
9. Ida Night Ingadóttir, sjúkrahússtarfsmaður, Húsavík
10. Ingþór Eide Guðjónsson, öryrki, Stöðvarfirði
11. Ásta G Hafberg Sigmundsdóttir, markaðsstjóri, Hörgársveit
12. Guðjón Freyr Ragnarsson, sjómaður, Akureyri
13. Hilmar Daníel Valgeirsson, Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar, Siglufirði
14. Linda Viðarsdóttir, matráður, Stöðvarfirði
15. Þorleifur Albert Reimarsson, stýrimaður, Dalvík
16. Aðalbjörg Júlía Árnadóttir, öryrki, Egilsstöðum
17. Einar Emil Pálsson, framleiðslustarfsmaður, Ólafsfirði
18. Arlene Velos Reyes, saumakona, Akureyri
19. Júlíana Kristín Ástvaldsdóttir, húsmóðir, Akureyri
20. Snjólaug Ásta Sigurfinnsdóttir, umsjónarmaður, Ólafsfirði

Norðvesturkjördæmi

Eyjólfur Ármannsson, alþingismaður og lögfræðingur, mun leiða lista Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi í komandi þingkosningum. Lilja Rafney Magnúsdóttir, fyrrum alþingismaður, skipar 2. sæti listans og Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, skipar 3. sætið.
 
Eyjólfur, sem hefur setið á þingi fyrir flokkinn á yfirstandandi kjörtímabili, gegnir stöðu varaformanns fjárlaganefndar og allsherjar- og menntamálanefndar. Hann er formaður Orkunnar okkar og hefur víðtæka reynslu úr fjármálageiranum, efnahagsbrotadeild og lögmennsku.
 
“Við erum gríðarlega stolt af þessum öfluga framboðslista,” segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. “Reynsla Lilju Rafneyjar af verkalýðsmálum, sveitarstjórnarmálum og þingmennsku, ásamt þekkingu Braga Þórs á sveitarstjórnarstiginu og velferðarmálum, styrkir baráttuna fyrir réttlátara samfélagi.”

1. Eyjólfur Ármannsson, alþingismaður, Hrafnabjörgum Þingeyri
2. Lilja Rafney Magnúsdóttir, varaþingmaður og fyrrv. alþingismaður, Suðureyri
3. Bragi Þór Thoroddsen, sveitastjóri Súðavíkurhrepps, Súðavík
4. Heiða Rós Eyjólfsdóttir, tanntæknir og hársnyrtir, Blönduósi
5. Kristján Andri Guðjónsson, forstöðumaður Ísafjarðarbæ, Ísafirði
6. Snorri Snorrason, skipstjóri, Sauðárkróki
7. Valda Brokane, skipstjóri, Suðureyri
8. Guðni Már Lýðsson, formaður Smábátafélagsins Skalli, Skagaströnd
9. Dagný Ósk Hermannsdóttir, deildarstjóri eldhúss Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Stykkishólmi
10. Hafþór Guðmundsson, strandveiðimaður, Þingeyri
11. Svanur Grétar Jóhannsson, sjómaður, Stykkishólmi
12. Ágúst Heiðar Ólafsson, kerfóðrari Grundartanga, Akranesi
13. Hermann Jónsson Bragason, vélstjóri, Stykkishólmi
14. Andrea Þórunn Björnsdóttir, frumkvöðull í góðgerðarmálum, Akranesi

Það er komið að þér