Framhald Verbúðarinnar í fæðingu á Alþingi

Svandís Svavars­dótt­ir mat­vælaráðherra hef­ur lagt fram frum­varp um að einka­væða skuli grá­slepp­una og setja fisk­inn inn í hið ill­ræmda gjafa­kvóta­kerfi. Með þess­um gjörn­ingi gref­ur hún und­an framtíð smá­báta­út­gerðar og minni sjáv­ar­byggða.

Þá mun fyr­ir­huguð einka­væðing grá­slepp­unn­ar óneit­an­lega tak­marka at­vinnu­frelsi sjó­manna. At­vinnu­frelsið nýt­ur vernd­ar 75. gr. stjórn­ar­skrár­inn­ar. Þessu frelsi má setja skorður, enda krefj­ist al­manna­hags­mun­ir þess, en ekki er að sjá að frum­varpið standi vörð um al­manna­hags­muni að nokkru leyti – öllu held­ur ber það merki sér­hags­muna­gæslu. Slíkt er ekk­ert annað en stjórn­ar­skrár­brot!

Það er eng­in spurn­ing að með þess­um ómerki­legu og óskilj­an­legu vend­ing­um er Svandís á góðri leið með að skrifa sig ræki­lega inn í kom­andi þáttaröð Ver­búðar­inn­ar. Þessi svarti blett­ur á póli­tísk­um ferli ráðherr­ans er kjör­inn efniviður til grát­bros­legr­ar sam­fé­lags­legr­ar rýni enda ein­kenn­ist seta henn­ar í mat­vælaráðuneyt­inu m.a. af hroka, óheiðarleika, köld­um og vél­ræn­um þan­ka­gangi og ofan á það er kryddað með stjórn­ar­skrár­brot­um.

Það er bein­lín­is kjána­legt hjá flokki sem kall­ar sig Vinstri hreyf­ing­in – grænt fram­boð, sem barðist um á hæl og hnakka gegn einka­væðingu Sam­herj­aráðherr­ans á grá­slepp­unni á síðasta kjör­tíma­bili, að flytja nú frum­varp sama efn­is. Það er sér í lagi skringi­legt þegar ekki er að finna staf­krók um áformin í nokkru stefnu­mark­andi skjali flokks­ins um að hann hygg­ist grafa und­an smá­báta­út­gerð, held­ur miklu frek­ar hið gagn­stæða.

Það sem ræður för við einka­væðingaráformin er aug­ljós­lega ekki nein fisk­vernd­ar­sjón­ar­mið enda grá­sleppu­stofn­inn við hesta­heilsu. Ekki er held­ur að sjá að um­hyggja fyr­ir arðsemi grá­sleppu­veiða sé lögð til grund­vall­ar. Ef svo væri þá hefði verið nær­tæk­ast að gefa grá­sleppu­bát­um kost á að fé­nýta að fullu meðafla.

Það virðist ráða för að mat­vælaráðherra hef­ur kok­g­leypt sjón­ar­mið þeirra sem vilja fá þessa auðlind þjóðar­inn­ar gef­ins, þ.e. gamla góða Ver­búðarsag­an. Ráðherra Vinstri grænna virðist horfa til kaldra kerf­is­lægra lausna – einka­væðing­unni skal komið á jafn­vel þó vitað sé að það kosti eyðingu byggða.

Umræðan á Alþingi við fyrstu umræðu frum­varps­ins var nán­ast leik­ræn, en nokkr­ir þing­menn Vinstri grænna stóðu vörð um ráðherra sinn og ein­staka skjald­mey gerði hróp að þeim sem beindu gagn­rýni að einka­væðing­ar­ráðherr­an­um, reynd­ar með einni und­an­tekn­ingu. Varaþingmaður Vinstri grænna, vest­an af fjörðum, Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir, flutti góða ræðu um and­stöðu sína við frum­varpið. Hún bað at­vinnu­rétt­ind­um sinn­ar heima­byggðar griða fyr­ir græðgi­svæðingu ráðherr­ans.

Hvað hef­ur komið fyr­ir Vinstri græna? – Gera ráðherr­ar VG allt fyr­ir frægðina? Myndu þeir jafn­vel brjóta stjórn­ar­skrána?

Deila