Framundan er ár bjartsýni og endurreisnar

Fæst okkar munu í fram­tíð­inni líta um öxl og horfa með eft­ir­sjá til árs­ins sem er að renna sitt skeið á enda. Við höfum upp­lifað far­sótt sem kom okkur öllum í opna skjöldu. Pestin hefur þvingað okkur til að grípa til aðgerða svo hindra mætti að hún ylli mann­tjóni og jafn­vel við­var­andi heilsu­bresti meðal stórs hluta þjóð­ar­inn­ar. Þannig hefur þetta verið um heim all­an.

Hetj­urnar okkar

Ég þarf ekki að hafa mörg orð um þetta hér á þessum vett­vangi. Far­ald­ur­inn hefur með ein­hverjum hætti haft áhrif á líf okkar allra. Hver og einn veit hvað hér er um að ræða. Þegar ég hug­leiði þetta allt þá er mér efst í huga þakk­læti til heil­brigð­is­starfs­fólks­ins okk­ar. Þau eru hetjur árs­ins.

Þetta góða fólk hefur verið undir mjög miklu álagi en stað­ist það með sóma. Frammi­staða þeirra á þessum erf­iðu tímum má aldrei gleym­ast. Þeim skal þakk­að.     AUGLÝSING

Verkin fær­ast í dóma

Hvað snýr að stjórn­mál­unum og þing­störfum þá hygg ég að við sem vinnum á þeim vett­vangi höfum öll reynt að gera okkar besta. Hvort réttar ákvarð­anir hafi síðan alltaf verið teknar er svo annað mál. Vit­an­lega er umdeil­an­legt hvernig staðið var að aðgerðum gegn veirunni á árinu sem er að líða.

Það er eðli­legt, og í raun nauð­syn­legt í lýð­ræð­is­sam­fé­lagi, að jafn víð­tækar og afdrifa­ríkar aðgerðir séu ræddar með gagn­rýnum huga þar sem fólk skipt­ist á skoð­un­um. Á end­anum eru það svo stjórn­völd með lýð­ræð­is­lega kjörnum full­trúum að baki sem taka ákvarð­an­ir. Þessir full­trúar meiri­hlut­ans sem fer með völdin bera líka hina end­an­legu ábyrgð.

Verk þeirra verða færð í dóm kjós­enda á nýju ári. Það verða líka verk okkar í Flokki fólks­ins. Við göngum ótrauð til kosn­inga á nýju ári og verðum óhrædd við að sýna almenn­ingi og kjós­endum hvað við höfum verið að vinna á kjör­tíma­bil­in­u. 

Horfum bjart­sýn til fram­tíðar

Afgreiðsla fjár­laga nú í lok árs ber vit­an­lega keim af því að veiran hefur sótt harka­lega að þjóð­ar­bú­inu. Við í Flokki fólks­ins gerum ekki athuga­semdir við það að rík­is­stjórnin kjósi þá leið að fleyta þjóð­ar­skút­unni gegnum ólgu­sjó­inn og verja hana áföllum með lán­tökum og skuld­setn­ingu rík­is­sjóðs. Við afgreiðslu fjár­laga og fjár­auka­laga lögðum við í Flokki fólks­ins fram röð breyt­ing­ar­til­lagna sem allar sner­ust um vel­ferð­ar­mál – að meira fé yrði veitt til að vernda fólkið í land­inu á erf­iðum tím­um. Því miður var þetta allt fellt af stjórn­ar­meiri­hlut­an­um.

Í Flokki fólks­ins gef­umst þó aldrei upp og horfum við með bjart­sýni fram á veg­inn. Drop­inn holar stein­inn í bar­áttu okk­ar. Við vitum að umræðan um vel­ferð­ar­málin og hags­muni fátækra, öryrkja og eldri borg­ara, væri hvergi söm í sölum þings­ins ef okkar nyti ekki við.

Við látum ekki veiruna draga úr okkur mátt­inn. Við treystum á lækna­vís­indin og höfum fulla trú á því að bólu­efni sé handan við horn­ið. Við greinum ljós í enda gang­anna. Tak­ist okkur öllum í sam­eingu að verja stoðir sam­fé­lags­ins gegnum þessa erf­iðu tíma þá mun okkur takast hratt og vel að end­ur­reisa hag­kerfið og koma hjólum atvinnu­lífs­ins í fullan gang að nýju. Við skulum hafa í huga að við búum enn við góða inn­viði. Við eigum frá­bæran mannauð, hraust fólk, dug­legt og vel mennt­að. Nú gildir að við stöndum sam­an. 

Fólkið fyrst

Meðan við þraukum þetta ástand er afar mik­il­vægt að við gleymum ekki að halda einmitt utan um fólkið okk­ar. Mann­eskjur mega ekki brotna niður í þessum aðstæð­um, fólk má ekki hrekj­ast í fátækt og örbirgð. Fremsta leið­ar­ljós stjórn­valda í þessum raunum á að vera að hafa fólkið í for­gangi – fólkið fyrst. Rík­is­valdið verður að taka utan um og vernda þegna sína. Það er frum­skylda stjórn­valda.

Við fáum bólu­efni gegn pest­inni á nýju ári. Okkur mun takast að vinna bug á henni, bæði hér á landi og á heims­vísu. Helsta áskorun stjórn­mál­anna og kjör­inna full­trúa 2021 verður að sjá til þess að það tak­ist sem skjót­ast að færa sam­fé­lagið og virkni þess í sama horf og var áður en sóttin sótti að okk­ur.

Að koma hjól­unum í gang sem fyrst er afar mik­il­vægt svo afla megi þeirra tekna sem þarf til að reka hér öfl­ugt vel­ferð­ar­sam­fé­lag. Megin for­sendan fyrir því að vel tak­ist til með þetta er að okkur auðn­ist að verja og vernda mannauð­inn. Að allir þegnar sam­fé­lags­ins verði upp­reistir og reiðu­búnir að leggja sitt af mörkum við end­ur­reisn­ina um leið og sú stund rennur upp að við erum laus undan oki og helsi veirunn­ar.

Varnir fyrir fátæka

Þing­störf okkar í Flokki fólks­ins hafa í þessu ástandi miðað mjög að því að halda uppi öfl­ugum vörnum fyrir þau sem hafa úr minnstu að moða í okkar sam­fé­lagi. Við erum í stjórn­ar­and­stöðu og höfum því ekki þau völd sem við gjarnan hefðum viljað værum við í rík­is­stjórn. En við getum veitt stjórn­ar­meiri­hlut­anum öfl­ugt aðhald í ræð­um, með fyr­ir­spurn­um, og gerð og fram­lagn­ingu frum­varpa og þings­á­lykt­un­ar­til­lagna. Þetta höfum við gert.

Far­ald­ur­inn hefur ekki dregið mátt­inn úr okkur í Flokki fólks­ins þó við gætum ítr­ustu var­úðar í öllum okkar dag­legu störf­um. Við höfum starfað ötul­lega í þing­inu því við vitum að við megum ekki bregð­ast þeim sem við berj­umst fyr­ir. Fremsta hug­sjón okkar er að fátækt sé bölvun og hún á ekki að finn­ast í okkar ríka sam­fé­lagi. Við erum stað­ráðin í að útrýma fátækt í okkar ríka landi. Þegnar Íslands eiga ekki að líða skort á nauð­synjum né búa við þá nið­ur­læg­ingu sem fylgir örbirgð.

Kraftur í þing­störfum

Ég sit í vel­ferð­ar­nefnd þings­ins og þar er ávallt af nægu að taka við að standa vörð um hags­muni þeirra sem úr minnstu hafa að moða. Starfið þar er mjög gef­andi og lær­dóms­ríkt.

Inga Sæland er 2. vara­for­maður fjár­laga­nefnd­ar. Þar er unnið mikið starf á erf­iðum tím­um. Inga hefur ásamt öðru verið óþreyt­andi við að þrýsta á um aðstoð við hjálp­ar­sam­tök sem aðstoða fátæka, og einnig svo dæmi sé tek­ið, barist af alefli fyrir SÁÁ en mikið mun reyna á þau góðu sam­tök í kóf­inu.

Leið­ar­ljósið í okkar störfum er að halda utan um mannauð­inn okk­ar, verja fólkið á erf­iðum tím­um.

Til að gera þetta nýtum við okkur þá aðstöðu sem þing­setan veitir okk­ur. Það sem af er þessu lög­gjaf­ar­þingi sem hófst nú 1. októ­ber þá hefur þing­flokkur Flokks fólks­ins lagt fram alls 18 laga­frum­vörp þar sem ég eða Inga Sæland for­maður flokks­ins erum fyrstu flutn­ings­menn. Auk þess erum við með­flutn­ings­menn á fjölda ann­arra þing­mála með öðrum stjórn­ar­and­stöðu­þing­mönn­um. Við höfum lagt fram níu þings­á­lykt­un­ar­til­lög­ur. Við höfum borið upp 38 fyr­ir­spurnir til ráð­herra rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Þau fá engan frið fyrir okk­ur. Frá 1. októ­ber höfum við farið 220 sinnum í ræðu­stól og sam­tals talað í um 15 klukku­stund­ir.

Allt er þetta afrakstur þriggja mán­aða vinnu í tveggja manna þing­flokki. 

Áhersla á vel­ferð­ar­málin

Við í Flokki fólks­ins erum stolt af störfum okk­ar, bæði á þingi og í Reykja­vík­ur­borg þar sem Kol­brún Bald­urs­dóttir er ötull full­trúi okk­ar. Ég hvet fólk til að nota tæki­færið og kynna sér hvað við höfum verið að gera. Þing­störf okk­ar, bæði ræður og þing­mál, má skoða á vef Alþing­is.

Ég hef flutt röð þing­mála sem snúa að bættum rétt­indum aldr­aðra og öryrkja. Nefna má frum­vörp um rétt til þess að ald­urstengd örorku­upp­bót skuli hald­ast óbreyttur þegar réttur til örorku­líf­eyris fellur niður og taka elli­líf­eyris hefst, skerð­ing­ar­lausa atvinnu­þát­töku öryrkja afnám skerð­ingar á líf­eyri vegna búsetu, að upp­hæð skaða­bóta fylgi launa­þróun og gjaf­sókn í skaða­bóta­mál­um.

Auk þessa hef ég lagt fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um búsetu­ör­yggi aldr­aðra í dval­ar- og hjúkr­un­ar­rým­um. Svo má nefna nær tutt­ugu fyr­ir­spurn­irnar til ráð­herra sem svo til allar snúa að vel­ferð­ar­málum og kjörum aldr­aðra og öryrkja.

Fjöl­breytni í þing­málum

Inga Sæland hefur lagt fram þrjú frum­vörp til breyt­inga á almanna­trygg­ing­um, þ. e. kostnað við greiðsl­ur, frí­tekju­mark vegna líf­eyr­is­greiðslna og fjár­hæð bóta. Hún hefur mælt fyrir frum­varpi um bann við okri á nauð­synja­vörum til að hamla gegn útbreiðslu veirunn­ar. Inga er sömu­leiðis fyrsti flutn­ings­maður frum­varps um nið­ur­greiðslu raf­orku til garð­yrkju­bænda, frum­vörp um bætta til­högun strand­veiða og nið­ur­fell­ingu strand­veiði­gjalds og um tengda aðila í sjáv­ar­út­vegi. Inga hefur einnig lagt fjölda fyr­ir­spurna fyrir sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra um mál­efni tengd sjáv­ar­út­veg­inum þar sem fjöl­margt áhuga­vert hefur komið fram í svörum og iðu­lega vakið athygli fjöl­miðla.

Inga er einnig í for­svari fyrir frum­varpi um nið­ur­fell­ingu verð­trygg­ingar og afnám virð­is­auka­skatts á hjálp­ar­tæki fatl­aðra. Inga hefur einnig lagt fram fjöl­breyttar þings­á­lykt­un­ar­til­lög­ur. Þar má nefna afnám vasa­pen­inga­fyr­ir­komu­lags aldr­aðra og stofnun emb­ættis hags­munda­full­trúa aldr­aðra. Síðan eru það þrjú mál um líf­eyr­is­sjóði. Þau snúa að auknu lýð­ræði og gagn­sæi í líf­eyr­is­sjóð­um, eigna­rétt og erfð líf­eyris og svo stað­greiðslu skatta af líf­eyr­is­greiðslum við inn­borgun í líf­eyr­is­sjóði. Síðan er það frum­varp um hækkað frí­tekju­mark fyrir eldri borg­ara vegna atvinnu­tekna og líf­eyr­is­tekna. Inga hefur einnig lagt fram þings­á­lyktun um að rík­is­stjórnin dragi til baka aðild­ar­um­sókn Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu með óyggj­andi hætti.

Sam­staða og sam­kennd um hátíðar

Þetta ár hefur verið bæði anna­samt og krefj­andi fyrir okkur öll. Eins og ég sagði þá horfum við í Flokki fólks­ins þó fram á veg­inn með bjart­sýni í huga. Við höfum óbilandi trú á að nú fari að rofa til. Árið 2021 verður betra en 2020. Við í Flokki fólks­ins erum reiðu­búin að leggja okkar að mörkum til að koma hjólum sam­fé­lags­ins aftur í gang á árinu sem bíður okkar nú. Nýja árið skal verða ár end­ur­reisn­ar.

Nú þarf þjóðin að sýna sam­stöðu og þann aga sem þarf til að svo við megum halda smiti far­sótt­ar­innar í skefj­um. Förum var­lega um hátíð­arn­ar. Pössum upp á hvert annað og sýnum sam­kennd og nær­gætni. Gleymum ekki þeim sem minnst hafa. Munum að fólkið á ávallt að vera í for­gangi.

Ég óska lands­mönnum öllum gleði­legrar hátíðar og frið­ar.

Höf­undur er vara­for­maður og þing­flokks­for­maður Flokks fólks­ins

Deila