Fylgi Flokks fólksins mælist nú 8% samkvæmt nýrri könnun MMR á fylgi stjórnmálaflokka og jókst það um tvö prósentustig frá síðustu könnun. Sjálfstæðisflokkurinn mælist áfram stærstur og nú með 21,1% fylgi og hækkar úr 19,8% í síðustu könnun. Stuðningur við ríkisstjórnina mælist 42,2% og hækkar um 0,2 prósentustig.
Næst þar á eftir mælast Samfylkingin með 15,3% og Miðflokkurinn með 13,5%.
Framsóknarflokkurinn stendur næstum í stað og færist úr 10,1% niður í 10% milli kannana. Viðreisn lækkar úr 11% í 10% og Vinstri græn mælast í 9,7%, en voru í 10,3% í síðustu könnun.
Fylgi Pírata mælist 8,9% nú en var í síðustu könnun 8,8%.
Flokkur fólksins á stærsta stökkið milli kannana, en fylgi flokksins fer úr 5,6% í síðustu könnun í 8% nú.
Sósíalistaflokkur Íslands mælist með 2,6% og lækkar úr 3,1% en fylgi annarra flokka mælist 0,9% samanlagt.