Gerum efri árin að gæðaárum

Fjár­hag­ur og fjár­hagsaðstæður eru stór áhrifaþátt­ur á líðan allra, sama á hvaða ald­urs­skeiði þeir eru. Eft­ir því sem ald­ur­inn fær­ist yfir með til­heyr­andi breyt­ing­um skipt­ir fátt eins miklu máli og fjár­hags­legt ör­yggi. Lík­legt má telja að flest­ir eldri borg­ar­ar búi við að minnsta kosti þokka­legt fjár­hags­legt ör­yggi. Vitað er þó að ákveðinn hluti eldri borg­ara hef­ur ekki næg fjár­ráð, býr við ófull­nægj­andi aðstæður og líður jafn­vel skort. Áherslu­atriði Flokks fólks­ins er að eng­inn eldri borg­ari búi við skort af neinu tagi. Við vilj­um tryggja eldri borg­ur­um mann­sæm­andi af­komu svo þeir geti lifað með reisn og notið ævikvölds­ins.

Nokkuð hef­ur borið á því í umræðunni að vísað sé til eldri borg­ara eins og eins­leits hóp. Þannig er því ekki háttað. Eldri borg­ar­ar eiga það sam­eig­in­legt að hafa náð ákveðnum líf­aldri. Að öðru leyti er þessi hóp­ur ekk­ert frá­brugðinn öðrum hóp­um fólks á ein­hverju öðru ald­urs­skeiði.

Það sem kem­ur fyrst upp í hug­ann þegar talað er um efri árin er heilsu­far. Þótt heilsu­leysi geti gert vart við sig á öll­um ald­urs­skeiðum er hætt­an á heilsu­bresti vissu­lega mest á efri árum. Að þessu leyti gæt­ir þó mik­ils mis­mun­ar hjá eldri borg­ur­um. Hluti þeirra er við góða heilsu, hluti við þokka­lega heilsu og enn ann­ar við bág­borna heilsu. Aðrar aðstæður s.s. fjöl­skylduaðstæður eru að sama skapi afar mis­mun­andi.

Kröft­ug bar­átta Flokks fólks­ins fyr­ir rétt­ind­um eldra fólks

Flokk­ur fólks­ins hef­ur bar­ist með blóði, svita og tár­um á Alþingi til að rétta hlut eldra fólks en sjaldn­ast haft er­indi sem erfiði í þeirri glímu við rík­is­stjórn­ina. Vel hef­ur þó tek­ist til að skapa umræðu og stór­sig­ur vannst þegar Flokk­ur fólks­ins vann í júlí 2019 mál fyr­ir hönd elli­líf­eyr­isþega, þar sem Lands­rétt­ur komst að þeirri niður­stöðu að ríkið hefði brotið gegn eldri borg­ur­um með því að skerða greiðslur með aft­ur­virkri og íþyngj­andi lög­gjöf. Niðurstaðan í því máli varð til þess að ríkið greiddi 29.000 eldri borg­ur­um sam­tals um sjö millj­arða króna.

Und­ir lok kjör­tíma­bils­ins bar bar­átta Flokks fólks­ins loks ár­ang­ur á Alþingi þegar samþykkt var að stofna embætti hags­muna­full­trúa aldraðra og að blind­um og sjónskert­um stæðu til boða leiðsögu­hund­ar sér að kostnaðarlausu.

Burt með skerðing­ar á elli­líf­eyri vegna at­vinnu­tekna

Sú regla hef­ur gilt í ís­lensku sam­fé­lagi að eldri borg­ar­ar fara af vinnu­markaði 70 ára án til­lits til þess hvort þeir sjálf­ir eða at­vinnu­rek­end­ur hafi óskað eft­ir því. Þetta er fólkið sem hef­ur alla sína starfstíð lagt sitt af mörk­um til sam­fé­lags­ins. Það er hreint frá­leitt að launa þessu fólki með því að úti­loka það frá vinnu­markaðnum þótt ákveðnum aldri hafi verið náð enda er líf­ald­ur frá­leit­ur mæli­kv­arði á at­gervi fólks.

Í hópi eldri borg­ara eru ein­stak­ling­ar sem bæði geta og vilja vera áfram á vinnu­markaði við ólík störf. Það er ekki hlut­verk rík­is­ins að leggja stein í götu eldri borg­ara sem vilja vera á vinnu­markaði. Hvenær eldri borg­ari hætt­ir að vinna er hans val og hans per­sónu­lega ákvörðun. Þess vegna vill Flokk­ur fólks­ins ein­fald­lega leggja niður skerðing­ar á elli­líf­eyri vegna at­vinnu­tekna. Allt annað er ósann­gjarnt.

Sú kyn­slóð sem hér um ræðir hef­ur öðlast reynslu og safnað fjölþættri þekk­ingu og í mörg­um til­vik­um er ein­mitt gagn­legt að blanda sam­an fólki á mis­mun­andi ald­urs­skeiðum á vinnu­stöðum. Hinn ungi heili er fljót­ur að til­einka sér nýja þekk­ingu en þarf lang­an tíma til að breyta henni í not­hæf­an skiln­ing.

Hinn full­orðni heili er leng­ur að til­einka sér nýja þekk­ingu en fljót­ur að sjá hvernig hægt er að nota hana. Með því að fjölga eldri borg­ur­um á vinnu­markaði geta þeir líka miðlað til annarra þroskuðum viðhorf­um, sögu­leg­um venj­um og hefðum og dýr­mæt­um menn­ing­ar­arfi sem skil­ar sér vel í munn­leg­um sam­skipt­um frá ein­um aðila til ann­ars. Því leng­ur sem eldri borg­ar­ar eru virk­ir í at­vinnu­líf­inu og í sem nán­ust­um tengsl­um við yngri kyn­slóðirn­ar því meiri ávinn­ing­ur fyr­ir sam­fé­lagið í heild.

Ger­um efri árin að gæðaár­um. Þau eiga hvorki að vera fá­tækt­ar­gildra né kvíðaefni.

Eftir Kolbrúnu Baldursdóttur og Tómas A. Tomasson

Deila