Grimmilegt ofbeldi Seðlabankans

Ef svo fer sem horf­ir missa fjöl­marg­ir, jafn­vel þúsund­ir, heim­ili sitt á næstu mánuðum og árum VEGNA aðgerða stjórn­valda. Þeim skaða munu nú­ver­andi stjórn­völd bera fulla og al­gjöra ábyrgð á og á meðal fórn­ar­lamba þeirra verða þúsund­ir barna, sem þau eru með þessu að dæma til fá­tækt­ar.

Það er ekki verðbólg­an sem er að valda heim­il­un­um mest­um vanda í dag, held­ur vaxta­hækk­an­ir Seðlabank­ans sem enn sér ekki fyr­ir end­ann á. Seðlabanka­stjóri Evr­ópu hef­ur sagt að þessi verðbólga muni lækka, jafn­vel þó vext­ir séu ekki hækkaðir.

En þrátt fyr­ir það hafa seðlabank­ar Evr­ópu flest­ir hækkað vexti, en eng­inn þeirra er þó jafn­grimm­ur í of­beldi sínu gagn­vart heim­il­un­um og Seðlabanki Íslands.

Ég er ein af þeim sem barðist fyr­ir heim­ili mínu eft­ir hrun og missti það VEGNA aðgerða stjórn­valda og þekki því á eig­in skinni ör­vænt­ing­una sem fylg­ir því og ég lýsi því yfir að það hef­ur ENG­INN rétt til að búa til aðstæður þar sem fólk miss­ir heim­ili sín. Al­veg sama hvaða titil fólk hef­ur eða hvaða embætti það gegn­ir eða hvaða mennt­un það hef­ur aflað sér.

Í dag er Seðlabank­inn samt, í skjóli rík­is­stjórn­ar­inn­ar, að búa þær aðstæður til.

Hár hús­næðis­kostnaður er að sliga heim­il­in í dag og rík­is­stjórn­in og Seðlabank­inn láta eins þessi hái hús­næðis­kostnaður sé eitt­hvert nátt­úru­lög­mál sem stafi af verðbólgu. Gróf­ari gas­lýs­ing er varla til.

Við skul­um ekki láta neinn ljúga því að okk­ur að þess­ar stjarn­fræðilegu hækk­an­ir á af­borg­un­um lána séu VEGNA verðbólg­unn­ar, því svo er ALLS EKKI! Þær eru til komn­ar VEGNA vaxta­hækk­ana Seðlabank­ans og vegna þess að það hef­ur hrein­lega verið tekið meðvituð ákvörðun um að fórna heim­il­un­um fyr­ir bank­ana.

Aðrar leiðir en vaxta­hækk­an­ir hafa hrein­lega ekki verið skoðaðar – þær hafa ekki einu sinni verið til umræðu –Lausn­ir sem ekki fel­ast í vaxta­hækk­un­um eru meðhöndlaðar eins og sam­særis­kenn­ing­ar í umræðunni. Bæði rík­is­stjórn­in og Seðlabank­inn eru með rör­sýn á ein­stefnu sem leiða mun til glöt­un­ar.

Það er óhætt að segja að vaxtafíkl­arn­ir í Seðlabank­an­um séu bún­ir að sýna sitt rétta and­lit og op­in­bera fyr­ir hverja þeir vinna. Hvorki þeir né rík­is­stjórn­in eru að vinna fyr­ir al­menn­ing held­ur í þágu fjár­magnseig­anda og þeirra sem vita jafn­vel ekki aura sinna tal.

Fyrr­ver­andi seðlabanka­stjóri Banda­ríkj­anna, Paul Volcker, sagði á sín­um tíma að til þess að ná verðbólgu niður þurfi lífs­kjör að lækka og það er í al­vör­unni hug­mynda­fræðin sem Seðlabank­inn starfar eft­ir. Hug­mynda­fræði sem hef­ur það bein­lín­is að mark­miði að gera lífs­kjör al­menn­ings verri!

Vaxta­hækk­an­ir und­an­far­inna mánaða eru glæp­ur gegn fólk­inu í land­inu.

Deila