Hækkað frítekjumark lífeyristekna

Greinargerð.

Almennt frítekjumark er mjög lágt í sögulegu samhengi og er markmið þessa frumvarps að auka sanngirni í almannatryggingakerfinu og hvetja til sparnaðar lífeyrisþega með því að draga úr skerðingum.

 Með lögum nr. 116/2016, um breytingar á lögum um almannatryggingar og fleiri lögum, var meðal annars gerð sú breyting á ellilífeyriskerfi almannatrygginga að öll sértæk frítekjumörk vegna einstakra tegunda tekna voru afnumin. Þess í stað var lögfest eitt almennt frítekjumark sem nemur 25.000 kr. á mánuði og gildir um allar tekjur ellilífeyrisþega, óháð tegund þeirra. Með lögum nr. 96/2017 var einnig lögfest sérstakt frítekjumark vegna atvinnutekna, sbr. nú 4. málsl. 1. mgr. 23. gr. laga nr. 100/2007, um almannatryggingar. Samkvæmt upplýsingum frá félags- og barnamálaráðherra nema heildarskerðingar til ellilífeyrisþega vegna lífeyrissjóðstekna 37,556 milljörðum kr. árlega. Eldri borgarar hafa sjálfir sparað fyrir lífeyrissjóðshlutdeild sinni. Lífeyristekjur eru því ekki launagreiðslur sem koma frá vinnuveitendum að starfsaldri loknum. Því felst í skerðingu bótagreiðslna á grundvelli lífeyristekna óbein skerðing á þeim hagsmunum sem eldri borgarar hafa unnið sér inn með vinnu sinni í gegnum tíðina. Það mun, samkvæmt upplýsingum frá félags- og barnamálaráðherra, aðeins kosta ríkissjóð 16,075 milljarða kr. í aukin útgjöld árlega ef frítekjumark lífeyristekna verður hækkað upp í 100.000 kr. á mánuði. 

Það er eðlilegt að almenningur njóti eigin sparnaðar og það er skref í rétta átt að koma á 1.200.000 kr. sérstöku frítekjumarki vegna lífeyristekna. 

Deila

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin