Happ og harmur spilakassa

Kolbrún

Bar­átta spilafíkla við spilafíkn er áþreif­an­leg og teng­ist oft fleiri al­var­leg­um vanda­mál­um. Öll spil sem vekja von í brjósti spil­ar­ans um að hann geti unnið pen­ing eru lík­leg til að hafa ánetj­un­ar­áhrif. Fíkni­vandi stjórn­ar og þurrk­ar oft út alla skyn­semi og dómgreind. Spilafík­ill sem er langt leidd­ur svífst oft einskis til að afla fjár í spila­mennsk­una og geng­ur jafn­vel svo langt að tæma spari­sjóðsreikn­inga barna sinna. Spilafíkn veld­ur sam­fé­lags­leg­um skaða. Engu að síður er rekst­ur spila­kassa lög­leg­ur. Und­an­farið hef­ur skap­ast umræða um hvort rétt sé að banna rekst­ur spila­kassa. Sú umræða hef­ur m.a. skap­ast fyr­ir til­stilli Sam­taka áhuga­fólks um spilafíkn sem hafa staðið fyr­ir átak­inu lok­um.is.

Í borg­ar­ráði 25. mars lagði full­trúi Flokks fólks­ins í borg­ar­stjórn fram til­lögu um „ Að ráðist verði í end­ur­skoðun á regl­um og samþykkt­um borg­ar­inn­ar um spila­kassa í Reykja­vík með það að mark­miði að koma í veg fyr­ir skaðleg­ar af­leiðing­ar slíks rekst­urs“. Spila­kass­ar í sjopp­um orka tví­mæl­is því þar koma börn og ung­ling­ar stund­um sam­an. Um stóra sér­hæfða spila­sali má setja regl­ur sem tak­marka dvöl þar.

Árið 2006 gerði grein­ar­höf­und­ur rann­sókn á spilafíkn meðal 16-18 ára ung­linga í fram­halds­skól­um í sam­starfi við sál­fræðiskor HÍ. Niður­stöður rann­sókn­ar­inn­ar sem bar heitið „Pen­inga­spil og spila­vandi meðal 16-18 ára fram­halds­skóla­nema“ voru birt­ar í Sál­fræðiriti sál­fræðinga 2008. Einnig voru birt­ar tvær blaðagrein­ar í Morg­un­blaðinu í októ­ber 2006. Sú fyrri bar titil­inn „Pen­inga­spil, gleðigjafi eða harm­leik­ur“ og hin síðari „Pen­inga­spil á net­inu er vax­andi vanda­mál“.

Á þess­um tíma voru há­hraðateng­ing­ar á net­inu að ryðja sér til rúms og var bú­ist við að þátt­taka full­orðinna og ung­linga myndi aukast í pen­inga­spil­um á net­inu. Meðal niðurstaðna var að fjöldi þeirra sem spila pen­inga­spil hafði minnkað, en virk­ur hóp­ur sem spilaði viku­lega eða dag­lega, hafði stækkað. Einnig sýndu niður­stöður að dreng­ir væru í mikl­um meiri­hluta þeirra sem spila pen­inga­spil. Sterk­ar vís­bend­ing­ar eru um tengsl milli pen­inga­spilafíkn­ar og annarr­ar fíkn­ar s.s. áfeng­is- og vímu­efnafíkn­ar og einnig milli spilafíkn­ar og þeirra sem hafa verið greind­ir með of­virkni og at­hygl­is­brest (ADHD). Þess­ar upp­lýs­ing­ar eru mik­il­væg­ar í ljósi umræðunn­ar um hvernig for­vörn­um skuli best háttað og að hvaða mark­hópi þær ættu einna helst að bein­ast.

Leyfi var sín­um tíma veitt til fjár­öfl­un­ar með spila­köss­um og fengu Happ­drætti Há­skóla Íslands og Íslands­spil (í eigu Rauða kross­ins, Lands­bjarg­ar og SÁÁ) heim­ild til rekst­urs spila­kassa. Þrátt fyr­ir að ágóðinn eigi að renna til góðgerðamála er ljóst að einkaaðilar hagn­ast. Al­gengt er að rekstr­in­um sé út­vistað til einkaaðila og varla renn­ur ágóðinn óskipt til HHÍ og Íslands­spila? A.m.k. gefa upp­lýs­ing­ar í fyr­ir­tækja­skrá það til kynna að rekst­ur spila­kassa og spila­sala skili þess­um einkaaðilum reglu­leg­um og um­tals­verðum hagnaði.

Flokk­ur fólks­ins tel­ur tíma­bært að ráðist verði í end­ur­skoðun á regl­um og samþykkt­um Reykja­vík­ur­borg­ar til að sporna við spilafíkn og freista þess að fleiri sem hafa ánetj­ast nái tök­um á fíkn sinni. Grípa þarf til heild­stæðrar end­ur­skoðunar þar sem skoðað verði hvaða leiðir séu fær­ar til að koma í veg fyr­ir rekst­ur spila­kassa í borg­inni og þar með draga úr spilafíkn. Nauðsyn­legt er að sér­fræðing­ar leggi mat á hvaða leiðir skili best­um ár­angri, enda ljóst að svara þarf ýms­um álita­mál­um þegar ráðist er í breyt­ing­ar á reglu­gerðum og samþykkt­um Reykja­vík­ur­borg­ar. Með því að kort­leggja hvaða leiðir eru fær­ar er hægt að grípa til aðgerða sem skila mark­viss­um ár­angri og draga úr aðgengi að spila­köss­um og þar með skaðleg­um áhrif­um spilafíkn­ar.

Sam­tök áhuga­fólks um spilafíkn hafa dregið fram reynslu­sög­ur spilafíkla og aðstand­enda þeirra sem sýna svart á hvítu hve mikl­um skaða spilafíkn veld­ur ein­stak­ling­um, fjöl­skyld­um og sam­fé­lag­inu. Sam­tök­in berj­ast fyr­ir því að spila­söl­um og spila­köss­um verði lokað. Fram hef­ur komið að ein­hverj­ir áskilji sér jafn­vel rétt til að leita rétt­ar síns gagn­vart Happ­drætti Há­skól­ans, Há­spennu ehf. og ís­lenska rík­inu og krefjast skaðabóta eða viður­kenn­ing­ar á skaðabóta­skyldu vegna tjóns sem rekst­ur spila­kassa hef­ur haft á ein­stak­linga og fjöl­skyld­ur.

Eftir Kolbrúnu Baldursdóttur

Deila