Hið séríslenska græðgiskúgunar hagkerfi

Íslensk­ir lán­tak­ar fá aldrei að vita hversu mikið þeir þurfa í raun að borga af lán­um sín­um. Hús­næðislán­in stökk­breyt­ast í græðgiskjafti bank­anna án þess að lán­tak­inn fái rönd við reist. Eng­inn fyr­ir­sjá­an­leiki, eng­in framtíðar­plön er hægt að gera í þessu ófremd­ar­ástandi sem sí­end­ur­tekið fær að kúga og níðast á al­menn­ingi. Við Íslend­ing­ar meg­um lúta sér­ís­lensku ok­ur­kerfi sem hvergi á sér hliðstæðu í nokkru lýðræðis- og rétt­ar­ríki. Hið sér­ís­lenska fyr­ir­brigði sem verðtrygg­ing­in er er hannað sér­stak­lega til þess að kúga lán­taka og sjúga af þeim allt sem þeir eiga. Ekk­ert sam­fé­lag fyr­ir utan okk­ar myndi af æðru­leysi samþykkja kerfi sem gert er til þess ein­göngu að reisa enn og aft­ur gjald­borg um heim­ili lands­ins á meðan skjald­borg er reist um banka­kerfið og fjár­magn­söfl­in. Það er í raun með hrein­um ólík­ind­um hvað við erum fljót að gleyma því þegar Sam­fylk­ing og VG reistu ná­kvæm­lega slíkt varn­ar­kerfi um pen­inga­öfl­in í kjöl­far efna­hags­hruns­ins 2008 þar sem þúsund­ir og aft­ur þúsund­ir misstu heim­ili sín og all­ar eig­ur.
Þegar verðtrygg­ing­unni var komið á, á sín­um tíma, þá gilti hún líka um laun­in í land­inu. Þannig var verðtrygg­ing­in ekki ein­ung­is til að setja belti og axla­bönd á fjár­mála­kerfið held­ur líka að tryggja að laun­in okk­ar væru verðtryggð. En rík­is­stjórn þess tíma ákvað að það borgaði sig ekki að verðtryggja laun­in. Það kostaði of mikið. Þannig breyttu þeir kerf­inu svo eng­inn gæti hagn­ast á því nema pen­inga­öfl­in í land­inu og þeir sem spila mata­dor með sparnað al­menn­ings.
Verðtrygg­ing­in er böl sem m.a. kem­ur í veg fyr­ir að nokk­ur geti myndað eign­ar­hlut í íbúðinni sinni nema hann sé á of­ur­laun­um.
Frá því ég var kjör­in á þing árið 2017 hef ég ít­rekað lagt fram frum­vörp á Alþingi um af­nám verðtrygg­ing­ar á neyt­endalán. Það er skemmst frá því að segja að rík­is­stjórn­in hend­ir þess­um frum­vörp­um um­hugs­un­ar­laust í ruslið þrátt fyr­ir dig­ur­barka­leg­ar yf­ir­lýs­ing­ar stjórn­ar­flokk­anna um að það væri ráð að skoða verðtryggð neyt­endalán m.t.t. þess að af­nema þau. Staðreynd­in er sú að þau hafa aldrei ætlað að af­nema verðtrygg­ing­una, þau hafa aldrei ætlað að verja heim­il­in. Þau hafa alltaf ætlað að verja okrið, eigna­upp­tök­una og græðgiskúg­un­ar­hag­kerfið. Árum sam­an hafa stjórn­völd án nokk­urr­ar blygðunar viðhaldið þessu viður­styggi­lega eigna­upp­töku­kerfi þrátt fyr­ir að þykj­ast vilja eitt­hvað allt annað.
Flokk­ur fólks­ins læt­ur verk­in tala og ólíkt mörg­um öðrum kjörn­um full­trú­um, þá mæt­um við í vinn­una, það sýna þau sjö­tíu og eitt þing­manna­mál sem við lögðum fram við þing­setn­ing­una hinn 10. sept­em­ber.
Fólkið fyrst, svo allt hitt!

Deila