Hinn kaldi faðmur kerfisins

Í stjórn­ar­sátt­mála núver­andi rík­is­stjórnar er þrá­stagl­ast á orð­inu vel­sæld. Ætl­unin sé að vaxa til meiri vel­sældar í vel­sæld­ar­sam­fé­lagi fram­tíð­ar­innar og tryggja þannig for­sendur vel­sældar núver­andi og kom­andi kyn­slóða. Öfl­ugt vel­ferð­ar­kerfi sé und­ir­staða jöfn­unar og tryggi að við getum öll blómstrað í vel­sæld. Síð­ast en ekki síst bendir for­sæt­is­ráð­herra hreykin á að Ísland hafi skipað sér í for­ystu alþjóð­legs sam­starfs um þróun vel­sæld­ar­mæli­kvarða!

Orðið vel­sæld merkir vellíð­an, vel­meg­un, ham­ingja. Aug­ljóst er að núver­andi rík­is­stjórn vill láta kenna sig við þetta útbólgna hug­tak og því blasir við heitið Vel­sæld­ar­rík­is­stjórnin. En vel­sæld fyrir hverja? Fyrir öryrkja? Fyrir aldrað fólk? Fyrir lág­launa­fólk? Fyrir börn sem búa í sára fátækt? Nei. Þessum hópum er áfram ætlað að búa við basl og óvissu. Væri nafnið Rík­is­stjórn vesældar kannski betur við hæfi?

50% kjaragliðnun

For­sæt­is­ráð­herra vill ekki skipta á Íslandi í dag og Íslandi árið 2007. Frá þessum tíma hefur kjaragliðnun almanna­trygg­inga orðið allt að 50% og kjaragliðn­unin heldur áfram í boði vel­sæld­ar­rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Skerð­ingar og keðju­verk­andi skerð­ingar halda áfram. Fyr­ir­huguð 5,6% hækkun almanna­trygg­inga skilar ekki 15.000 kr. því að eftir skatta og skerð­ingar og keðju­verk­andi skerð­ingar verður ekk­ert eftir hjá þeim verst settu. Skerð­ing­arof­beldið fer um almanna­trygg­inga­kerfið og það yfir í félags­kerfi bæj­ar- og sveit­ar­stjórna, sem er ekk­ert annað en 100% eigna­upp­taka þeirra best settu hjá þeim verst settu. Öryrkjar með 65 aura á móti krónu skerð­ingu, sem er ekk­ert annað en ávísun á sára fátækt: 1% hækkun hjá öryrkjum umfram verð­bólgu, því­lík ofrausn, 1%, 1.500 kr. eftir skatt. Hvað verður eftir af þeim 1.500 kr. þegar það er búið að fara í gegnum skerð­ing­ar, bæði almanna­trygg­inga­kerfis og sveit­ar­fé­laga? Nákvæm­lega ekk­ert!

Þeir verst settu hafa beðið í nærri fimm ár og verða því miður að bíða enn eftir rétt­læt­inu. Von­andi ekki í fjögur ár í við­bót. Víst er að við hjá Flokki fólks­ins munum berj­ast með oddi og egg fyrir þessa þjóð­fé­lags­hópa og höfum m.a. lagt fram fjöl­mörg þing­frum­vörp þar að lút­andi. Við ein­beitum okkur að bar­átt­unni gegn fátækt og krefj­umst rétt­lætis fyrir alla í ríku landi. Lág­marks­fram­færsla verði 350.000 kr. skatta- og skerð­inga­laust!

Óásætt­an­legir biðlistar

Þróun heil­brigð­is­mála á Íslandi und­an­farin ár er líka mikið áhyggju­efni. Úreltar flokkspóli­tískar áherslur hafa veikt heil­brigð­is­kerfið undir miklu álagi með löngum biðlistum eftir lækn­is­með­ferð. Víst er að þjón­ustu­þeg­inn, sjúk­ling­ur­inn, er ekki þunga­miðja kerfis þar sem það er bann­orð að nýta þjón­ustu einka­að­ila, jafn­vel í neyð. Í skýrslu sem ég fékk í vor í sam­bandi við biðlista kemur fram hve kulnun í starfi er orðin áber­andi meðal heil­brigð­is­starfs­fólks. Þessi kulnun kemur ekki ein­göngu til vegna ofur­mann­legs vinnu- og vakta­á­lags. Áhyggjur starfs­fólks af því að sjá ekki fram á að geta afgreitt biðlistana og sinnt bráð­veiku fólki vega þar þungt.AUGLÝSING

Ég hef sér­stakar áhyggjur af því skeyt­ing­ar­leysi rík­is­stjórn­ar­innar að hafa ekki samið við sjúkra­þjálf­ara, sér­greina­lækna og tal­meina­fræð­inga. Hún neitar að semja við þetta fólk og hvaða afleið­ingar hefur það haft? Svo koma stjórn­ar­liðar upp í ræðu­stól Alþingis hver á fætur öðrum og segj­ast hafa lækkað greiðslu­kostnað í heil­brigð­is­kerf­inu. Stað­reyndin er hins vegar sú að þeir hafa ekki lækkað hann neitt, bara fært hann til og þar hefur hann auk­ist. Nú láta stjórn­völd fólkið ein­fald­lega borga sjálft fyrir sjúkra­þjálfun og með­ferð sér­greina­lækna og tal­meina­fræð­inga. Þar með er málið afgreitt – kerfis­kostn­að­ur­inn lækk­aður og hægt að monta sig af því. Svo er stokkið um borð í vel­sæld­ar­hrað­lest­ina og skálað fyrir árangrin­um!

Rík­is­fram­leiðsla á öryrkjum

Tökum líka sem dæmi krabba­meins­leit sem tekur allt of langan tíma. Það sem á að taka tvær til þrjár vikur tekur fimm til sex mán­uði og þegar loks­ins kemur að við­kom­andi ein­stak­lingi er það kannski orðið of seint. Þessi staða er auð­vitað grafal­var­legur veik­leiki á íslensku heil­brigð­is­kerfi. Og hver er afsökun rík­is­stjórn­ar­innar aftur og aft­ur? Hvers vegna vantar hjúkr­un­ar­fræð­inga? Hvers vegna eru 1.000 hjúkr­un­ar­fræð­ingar ekki að vinna sem hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar? Það er ein­falt mál að upp­lýsa. Það er vegna þess að aðstæð­urnar eru ekki boð­legar á sjúkra­hús­un­um; álag, kulnun og laun sem sam­svara alls ekki ábyrgð og álagi.

Rík­is­stjórn­in, með því skeyt­ing­ar­leysi sem hún hefur sýnt í þessum mál­um, er hrein­lega að búa til verk­smiðju sem fram­leiðir öryrkja til fram­tíð­ar. Stjórn­ar­liðar furða sig einatt á þess­ari þróun og segja að eitt­hvað rót­tækt þurfi að gera eitt­hvað í öryrkja­mál­um. Það sé nán­ast nátt­úru­lög­mál að þeir spretti upp eins og á færi­bandi og verði til úr engu.

Hér er vert að benda á að stærsti hluti öryrkja glímir við geð­heil­brigð­is­vanda. Og hver er staðan í geð­heil­brigð­is­málum á Íslandi? Á það ekki að hringja öllum við­vör­un­ar­bjöll­um? Segir það okkur ekki bara hreint og beint að þetta er á ábyrgð rík­is­stjórn­ar­inn­ar, þetta eru afleið­ingar af gerðum henn­ar, af biðlista­kerf­inu? Ég tel að meðan svo er geti rík­is­stjórnin ekki komið aftur og aftur fram og sagt að það sé eins og öryrkjarnir spretti upp úr ein­hverju tóma­rúmi og það þurfi að lemja þá nið­ur. Það er í verka­hring stjórn­valda að horfast í augun við raun­veru­leik­ann og átta sig á orsökum og afleið­ingu.

Við erum búin að vera í þess­ari bar­áttu núna í tvö ár. Biðlistar í heil­brigð­is­kerf­inu hafa tvö­faldast, jafn­vel þre­fald­ast á sumum stöð­um. Eitt slær mann líka rosa­lega þegar maður hittir ein­stak­linga sem eru að bíða eftir lið­skipta­að­gerðum og sér­stak­lega þegar um eldri ein­stak­linga er að ræða. Einn þeirra kvaðst vita af því að hann gæti farið í lið­skipta­að­gerð til Sví­þjóðar með þre­földum kostn­aði en hann gat það ekki vegna þess að hann er með und­ir­liggj­andi sjúk­dóma, hann getur ekki ferð­ast. Hann spurði hvort hann gæti þá gengið yfir göt­una og farið í aðgerð­ina hjá einka­reknum aðilum hér á landi með þrefalt lægri kostn­aði. Nei, þá yrði hann að borga sjálf­ur, sem hann átti ekki pen­ing fyr­ir! Fyrir vikið er þessi maður öryrki.

Virð­ing­ar­leysi er kjarni vand­ans

Kjarni vand­ans er virð­ing­ar­leysi stjórn­valda gagn­vart aðstæðum fólks, sér­stak­lega þeirra ein­stak­linga sem standa höllum fæti í sam­fé­lag­inu. Höfum hug­fast að þessir ein­stak­lingar eru mann­eskjur af holdi og blóði með til­finn­ing­ar, vonir og löngun eftir betra lífi en ekki súlu­rit eða excel skjöl á tölvu­skjá. Það er for­gangs­verk­efni að koma þessu fólki til hjálpar og hrífa það úr köldum faðmi ómann­eskju­legs og skiln­ings­vana kerf­is. Tryggjum öllum rétt­læti í okkar ríka landi!

– Guðmundur Ingi, þingmaður Flokks fólksins

Deila