Hittumst í þinni heimabyggð

Þingflokkur Flokks fólksins verður á ferð og flugi í kjördæmaviku. 15. – 18. Febrúar.

Efnt er til fjörugra umræðna um lífskjör og lífsgæði íbúanna; þjónustu í heimabyggð og brýnustu úrlausnarefni á hverjum stað. Heilbrigðismál, skólamál, atvinnumál, húsnæðismál og samgöngumál verða undir smásjánni. Jafnframt verður rætt um nauðsyn þess að verja íslensk heimili gegn okri, tryggja öllum lágmarksframfærslu skatta og skerðingarlaust, tryggja öldruðum áhyggjulaust ævikvöld og rétt þjóðarinnar til að njóta auðlinda sinna.

Við erum full af vilja til góðra verka. Við hlökkum til að hitta alla þá sem vilja hitta okkur og eiga með okkur ánægjulegt og uppbyggjandi samtal um allt það sem þarf að bæta, í þinni heimabyggð.   

DAGSKRÁ 

Léttar veitingar í boði. 

Þriðjudagur 15. feb. Ólafsfjörður: Kaffi Klara kl. 17.00

Miðvikudagur 16. feb. Dalvík: Gísli, Eiríkur, Helgi 12:30

Miðvikudagur 16. feb. Akureyri: Menningarhúsið Hof kl. 17.00 

Fimmtudagur 17. feb. Húsavík: Jæja dingdong kl. 18.00

Föstudagur 18. feb. Sauðárkrókur: Kaffi Krókur kl. 17.00

Deila