Hótanir um hefnd

Hér á landi eru þrír bank­ar sem hafa sam­an­lagt hagn­ast um a.m.k. 960 millj­arða frá efna­hags­hrun­inu 2008. Til að setja þessa upp­hæð í sam­hengi þá sam­svar­ar hún því að hvert ein­asta manns­barn í 360.000 manna sam­fé­lagi hafi lagt 2,5 millj­ón­ir til HAGNAÐAR bank­anna.

Það er staðreynd að bank­arn­ir stunda í raun sjálf­töku á Íslandi. Þeir hafa tögl­in og hagld­irn­ar gagn­vart öll­um sín­um viðskipta­vin­um og á milli þeirra er eng­in sam­keppni held­ur fákeppni þannig að ef t.d. einn bank­inn hækk­ar vexti, þá gera hinir það líka.

Þess­ari yf­ir­burðastöðu bank­anna ætti að fylgja mik­il sam­fé­lags­leg ábyrgð en svo er því miður ekki. Þeir eru ekki einu sinni til­bún­ir til að greiða banka­skatt upp á 0,376% og það sem verra er; hvorki rík­is­stjórn Íslands né nokk­ur þingmaður, fyr­ir utan Flokk fólks­ins, eru til­bú­in til þess að krefjast þessa lít­il­ræðis af þeim.

Því er haldið fram að ef bank­arn­ir verði látn­ir greiða sex millj­arða í viðbót til sam­fé­lags­ins, sem t.d. væri hægt að nota til að veita þeim sem minnst hafa 350.000 krón­ur skatta- og skerðinga­laust, muni þeir hækka vexti á neyt­end­ur og velta þess­um kostnaði yfir á þá.

At­hugið að einn af þess­um bönk­um var að greiða hlut­höf­um sín­um 88 millj­arða í arð. Banka­skatt­ur upp á sex millj­arða er 7% af þeirri upp­hæð.

Af hverju ætti fyr­ir­tæki sem hagn­ast um tugi millj­arða á hverju ári að þurfa að velta þess­um auka­út­gjöld­um sín­um yfir á viðskipta­vini? Hvernig get­ur fyr­ir­tæki með slík­an hagnað nokk­urn tím­ann rétt­lætt það að hækka álög­ur á viðskipta­vini sína?

Hvernig get­um við, sem þjóð, rík­is­stjórn­in og alþing­is­menn tekið þessu hátta­lagi sem gefn­um hlut án þess að rísa upp og mót­mæla harðlega?

Ef þetta er staðan, þá eru bank­arn­ir orðnir of stór­ir og völd þeirra og áhrif allt of mik­il. Er skyn­sam­legt að selja banka í hend­urn­ar á einkaaðilum þegar við þekkj­um ekki fyr­ir­ætlan­ir þeirra? Litl­ir fjár­fest­ar eru eitt en and­lits­laus­ir fjár­fest­inga­sjóðir annað.

Ég tel aug­ljóst að við verðum að grípa inn í og losa tang­ar­hald bank­anna á þjóðinni. Til þess þurf­um við í fyrsta lagi að þora að rísa upp gegn hót­un­um um hefnd­araðgerðir í formi hækkaðra vaxta. Þar væri hækk­un banka­skatts góð byrj­un.

Síðan þarf að stofna sam­fé­lags­banka sem snýst um að þjóna fólk­inu í stað þess að græða á því. Banka sem set­ur vel­ferð sam­fé­lags­ins fram­ar gróðasjón­ar­miðum og hef­ur það að mark­miði að efla sam­fé­lagið í stað þess að hugsa ekki um neitt annað en að há­marka eig­in hagnað.

Flokk­ur fólks­ins þakk­ar liðið ár og ósk­ar les­end­um far­sæld­ar á nýju ári.

– Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins.

Deila