Hvar á að finna fjármagnið til að útrýma fátækt?

Ég held að rík­is­stjórn­in og fjár­málaráðherra séu búin að stinga hausn­um í sand­inn. Með því telja þau sig ekki þurfa að sjá fá­tækt og hvað þá sára­fá­tækt. Þau sjá ekki allt fólkið sem stend­ur í biðröð eft­ir mat eða þann fjölda fólks, sem þarf að leita sér heitr­ar máltíðar á hverj­um degi, en hann hef­ur nær tvö­fald­ast.

Fjár­málaráðherra hef­ur sagt að það séu bara ör­fá­ir ein­stak­ling­ar í þeirri öm­ur­legu aðstöðu að vera í fá­tækt, en samt tekst hon­um að gleyma þeim. Enn færri í sára­fá­tækt, en samt eru þeir ekki hluti af því sem hann eða rík­is­stjórn­in hef­ur metnað til að hjálpa.

Hvers vegna í ósköp­un­um er rík­is­stjórn­in ekki með áætl­un um að út­rýma fá­tækt? Fá­menn­ur hóp­ur seg­ir fjár­málaráðherra, en samt ekki hægt að hjálpa hon­um. Þessi litli hóp­ur fólks sem sam­an­stend­ur af ör­yrkj­um, eldri borg­ur­um og lág­launa­fólki.

Þá bæt­ist við sá fjöldi at­vinnu­lausra sem detta út af at­vinnu­leys­is­skrá og beint í sára­fá­tækt. Ömur­leg­ast við það er að þetta snert­ir fjölda barna sem lenda í fá­tækar­pytt­in­um með for­eldr­um sín­um.

Svarið sem fjár­málaráðherra gef­ur, spurður um fram­taksleysi rík­is­stjórn­ar­inn­ar við að út­rýma fá­tækt, er; „hvar á að finna pen­inga til þess?“ Já, það er til fjár­magn í flestallt nema til að út­rýma þjóðarskömm­inni fá­tækt. Fá­tæk­ir verða að bíða leng­ur og jafn­vel í fjög­ur ár í viðbót ef þessi rík­is­stjórn verður áfram við völd eft­ir kosn­ing­ar. Sjá­um til þess að það verði ekki, því ann­ars held­ur áfram mis­skipt­ing­in og þá einnig stétta­skipt­ing sem af fá­tækt­inni leiðir á Íslandi og hún bitn­ar hvað verst á börn­un­um.

Enn og aft­ur í boði rík­is­stjórn­ar­inn­ar þarf veikt fólk með und­ir­liggj­andi sjúk­dóma að lokast inni á heim­il­um sín­um og það jafn­vel pen­inga- og mat­ar­laust. Get­ur ekki staðið í biðröð og hef­ur ekki efni á að panta mat eða aðrar nauðsynj­ar á net­inu og hvað þá að fá vör­urn­ar send­ar heim.

Á sama tíma er rík­is­stjórn­in að borga fyr­ir er­lenda ferðamenn í sótt­kví, en seg­ist ekki eiga fjár­magn til að hjálpa fá­tæk­um, sem er fá­rán­legt. Vit­an­lega eiga túrist­arn­ir að borga sína sótt­kví sjálf­ir, eins og Bret­ar og Norðmenn láta ferðamenn gera.

Þá er óþolandi hið fjár­hags­lega of­beldi sem viðgengst hef­ur ár eft­ir ár, rík­is­stjórn eft­ir rík­is­stjórn, gagn­vart fötluðu fólki. Ég geri þá kröfu að hætt verði ómannúðleg­um skerðing­um á kjör­um fatlaðs fólks. Vegna þeirra á stór hóp­ur ekki leng­ur fyr­ir mat á disk­inn sinn nema rétt fyrstu daga hvers mánaðar. Það er kom­inn tími til að rík­is­stjórn­in sýni fötluðu fólki virðingu og lög­festi samn­ing Sam­einuðu þjóðanna og viðauka hans strax.

Fólkið fyrst, svo allt hitt, seg­ir Flokk­ur fólks­ins. Því miður er það ekki hjá þess­ari rík­is­stjórn. Hún seg­ir: Allt hitt fyrst og smá­mol­ar handa fólk­inu og þeir verst settu fá ekki neitt.

Guðmundur Ingi Kristinsson

Deila