Í anda jólanna

Flokk­ur fólks­ins var stofnaður til þess að berj­ast fyr­ir rétt­ind­um og bætt­um kjör­um þeirra sem bág­ast hafa það í sam­fé­lag­inu. Við þykj­umst ekki ætla að gera allt fyr­ir alla, held­ur ein­beit­um okk­ur að þess­ari frum­skyldu okk­ar gagn­vart þeim sem sár­ast þarfn­ast þess að eiga sér öfl­ug­an mál­svara á alþingi. Við mun­um aldrei hvika frá þess­ari grunn­stefnu Flokks fólks­ins.

Ójöfnuður­inn í lífs­kjör­um lands­manna er risa­vax­inn. Fá­tækt fólk á ekki að þurfa að sætta sig við mylsn­una af borðum hinna of­ur­ríku. Við hjá Flokki fólks­ins ein­beit­um okk­ur að bar­átt­unni gegn fá­tækt og krefj­umst rétt­læt­is fyr­ir alla í ríku landi. Lág­marks­fram­færsla verði 350.000 kr. skatta- og skerðinga­laust!

Á síðasta kjör­tíma­bili barðist eng­inn flokk­ur af jafn mik­illi ein­urð fyr­ir aukn­um rétt­ind­um ör­yrkja, eldra fólks og fólks á lægstu laun­un­um en Flokk­ur fólks­ins. Við lögðum fram tugi þing­mála sem miða að því að bjarga al­manna­trygg­ingaþegum úr fá­tækt­ar­gildrunni sem stjórn­völd hafa búið þeim. Og strax nú á nýhöfnu kjör­tíma­bili höf­um við lagt fram enn fleiri slík mál.

Kjarni vand­ans er áber­andi virðing­ar­leysi stjórn­valda gagn­vart aðstæðum fólks, sér­stak­lega þeirra sem eiga bágt. Sum­um virðist tamt að líta bara í eina átt og snúa blinda aug­anu að þeim sem virki­lega þurfa á aðstoð að halda. Fólki með von­ir og þrár um betra og áhyggju­laus­ara líf. Von­ir um að þurfa ekki leng­ur að bíða eft­ir rétt­læt­inu. Að vera ekki líkt við líf­vana súlu­rit eða excel skjöl á tölvu­skjá. Það er for­gangs­verk­efni að koma þessu fólki til hjálp­ar og hrífa það úr köld­um faðmi ómann­eskju­legs og skiln­ings­vana kerf­is.

Við lif­um nú við blúss­andi Covid vanda og vax­andi dýrtíð með til­heyr­andi verðbólgu þar sem fá­tækt fólk verður fá­tæk­ara með degi hverj­um.

Við bind­um sér­stak­ar von­ir við að stjórn­völd svari áköfu ákalli okk­ar um skatta- og skerðing­ar­laus­an jóla­bón­us handa ör­yrkj­um fyr­ir þessi jól. Sá þingmaður sem get­ur ekki sett sig í spor þeirra sem kvíða jól­un­um hvert ein­asta ár með tár­in í aug­un­um og grát­staf­inn í kverk­un­um er með hjarta úr steini. Við treyst­um því að eng­inn sé svo harðbrjósta.

Það er göf­ugt verk­efni að tryggja öll­um rétt­læti í okk­ar ríka landi. Við vit­um að með því að vinna af heil­ind­um að al­manna­hag send­um við ljós­geisla inn í líf margra bræðra okk­ar og systra sem hafa ekki litið glaðan dag lengi. Fá­tækt er mann­anna verk. Það er í okk­ar hönd­um að út­rýma henni. Það er með bjart­sýni að vopni sem Flokk­ur fólks­ins treyst­ir því að ráðamenn þjóðar­inn­ar hafi heyrt okk­ar há­væra bænakall og allra þeirra sem hafa sent okk­ur alþing­is­mönn­um ósk­ir um hjálp fyr­ir jól­in.

Gleðileg jól!

Inga Sæland formaður Flokks fólksins

Deila