Inga Sæland vill kalla þing saman

Inga Sæland

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, vill að þing verði kallað saman til fundar eigi síðar en strax eftir verslunarmannahelgi til að ræða viðbrögð við kórónuveirufaraldrinum.

Í opnu bréfi Ingu til þingmanna segir hún að álag á starfsemi Landspítalans sé grafalvarlegt og smitum fjölgi. Ef einhvern tíma hafi verið þörf til að kjörnir fulltrúar axli ábyrgð sé það nú.

Inga leggur til að dagskrá þingfundar verði með þeim hætti að ráðherrar svari óundirbúnum fyrirspurnum, ásamt því að heilbrigðisráðherra flytji skýrslu um stöðu mála líkt og venja hafi verið í fyrri bylgjum.

Deila