Ísland er uppselt

Und­an­far­in ár hef­ur Ísland tekið við átt­falt fleiri um­sókn­um um alþjóðlega vernd en Dan­mörk, Nor­eg­ur og Finn­land. Eft­ir hina svo kölluðu „þver­póli­tísku“ lög­gjöf í mál­efn­um hæl­is­leit­enda sem samþykkt var á Alþingi 16. júní 2016 varð í raun stökk­breyt­ing á fjölda þeirra sem sóttu um alþjóðlega vernd hér á landi.

Samþykkt­ar voru sérregl­ur fyr­ir Ísland sem hvergi var að finna í nokkru öðru Schengen-ríki. Árið 2022 sóttu 4.520 ein­stak­ling­ar um alþjóðlega vernd hér á landi og 4.155 árið 2023. Kostnaður skatt­greiðenda vegna þessa hef­ur verið yfir 35 millj­arðar kr. með til­heyr­andi álagi á allt stoðkerfi sam­fé­lags­ins sem þegar stend­ur á brauðfót­um.

Árleg­ur kostnaður mála­flokks­ins er t.d. jafn­hár og rekstr­ar­kostnaður allra heilsu­gæslu­stöðva á land­inu. Einnig myndi hann nægja fyr­ir ár­leg­um út­gjöld­um í rekstri allra lög­reglu­embætta lands­ins eða til að fjár­magna tæp­lega tvisvar allt viðhald á gatna­kerfi lands­ins.

Hvernig voga ég mér að benda á rekstr­ar­kostnaðinn við heilsu­gæslu, lög­reglu og gatna­kerfið og um leið bera það sam­an við kostnaðinn af hæl­is­leit­enda­kerf­inu?

Það er vegna þess að ég er einn fárra kjör­inna full­trúa á Alþingi Íslend­inga sem viður­kenna að rík­is­sjóður er ekki ótæm­andi auðlind. Ég viður­kenni að sama krón­an verður ekki notuð tvisvar.

Ég viður­kenni að það rík­ir al­gjört ófremd­ar­ástand í mála­flokkn­um og það er al­farið á ábyrgð Sjálf­stæðis­flokks­ins sem farið hef­ur sleitu­laust með mála­flokk­inn í 10 ár. Ég viður­kenni að Ísland er upp­selt fyr­ir fleiri um­sókn­um um alþjóðlega vernd þar til við höf­um unnið úr megn­inu af þeim mál­um sem eru fyr­ir­liggj­andi nú þegar og bíða úr­lausn­ar.

Það er í raun óút­skýr­an­legt hvernig nokkr­um dett­ur í hug að það sé sjálfsagt að hella áfram í barma­fullt glas svo út úr flæði.

Nú hafa stjórn­ar­flokk­arn­ir sent frá sér of­vaxna frétta­til­kynn­ingu um að þau hafi náð sam­komu­lagi um nauðsyn­leg­ar breyt­ing­ar á út­lend­inga­lög­un­um sem eigi að draga úr fjölda þeirra sem sækja um alþjóðlega vernd.

Ein­ung­is 1,7% frétta­til­kynn­ing­ar­inn­ar sner­ust um bein­ar aðgerðir. Allt annað var „vilja­yf­ir­lýs­ing“ sem eng­in vissa er fyr­ir að nokkru sinni nái fram að ganga.

Í frum­varpi dóms­málaráðherra er lagt til að af­nema sér­ís­lensk­ar regl­ur, þannig að fram­veg­is þurfi að bíða í tvö ár til að geta sótt um fjöl­skyldusam­ein­ingu og ekki verður leng­ur hægt að fá vernd á Íslandi ef fólk er þegar með vernd í öðru Schengen-ríki. Flokk­ur fólks­ins styður þess­ar breyt­ing­ar, en tel­ur þær langt frá því að duga til að tryggja aukna skil­virkni og festu í mála­flokkn­um.

Deila