Íslendingar erlendis athugið
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 25. september 2021 hófst 13. ágúst, og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis og aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum.
Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands erlendis.
Íslendingar sem eru á kjörskrá geta kosið Flokk Fólksins með því að skrifa F á kjörseðilinn.
Mikilvægt er að greiða atkvæði tímanlega svo atkvæðið komist örugglega til skila fyrir kjördag. Kjósendur þurfa póstleggja atkvæði sín eða koma þeim áleiðis í tæka tíð svo að þau berist til kjörstjórnar fyrir kjördag.
Senda skal atkvæðið til sýslumanns eða kjörstjórnar í því umdæmi þar sem kjósandi er á kjörskrá. Einnig er hægt að senda atkvæðið beint til okkar, Flokkur fólksins, Fjörgyn 1, 112 Grafarvogi, og við komum þínu atkvæði í rétta kjördeild.
Við minnum á að kjósendur þurfa að hafa gild persónuskilríki, vegabréf eða ökuskírteini meðferðis á kjörstað.
Nánari upplýsingar og/eða aðstoð veita starfsmenn Flokks fólksins á netfanginu flokkurfolksins@flokkurfolksins.is eða í síma 831-6200.