Jaðarsett börn

Á málþingi Vel­ferðarsjóðs barna um barna­fá­tækt, í húsa­kynn­um Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar laug­ar­dag­inn 26. mars síðastliðinn, kom fram sú spurn­ing hvort við höf­um yfir höfuð efni á því að hafa börn í fá­tækt. Þar kom fram spurn­ing um hvort eðli­legt væri að rukka börn fyr­ir skóla­máltíðir, leik­skóla, tann­rétt­ing­ar, fót­boltaæf­ing­ar eða tón­list­ar­nám.

Auðvitað á þetta allt að vera gjald­frjálst fyr­ir börn­in. Þá eiga for­eldra þeirra auðvitað að fá þau laun og/​eða líf­eyr­is­laun sem eru mann­sæm­andi og vel yfir fá­tækt­ar­mörk­um. Ísland er eitt rík­asta sam­fé­lag í heimi og það er okk­ur til há­bor­inn­ar skamm­ar að hafa þúsund­ir barna í fá­tækt.

Það er löngu kom­inn tími á að hætta með enda­laus­ar ráðstefn­ur um fá­tækt barna og hvað þá að leggja fram enn eitt köku­rit, línu­rit, súlu­rit og hvað þá enda­laus­ar töl­ur um fá­tækt barna. Kom­um vel­ferðar- og heil­brigðis­kerf­inu í lag í eitt skipti fyr­ir öll og stöðvum strax þá öm­ur­legu staðreynd að fjöl­skyld­ur á Íslandi búi með börn und­ir fá­tækt­ar­mörk­um, hvað þá við sára­fá­tækt.

Barn á aldrei að bíða eft­ir lækn­isþjón­ustu og hvað þá mánuðum eða árum sam­an. Svo lang­ir biðlist­ar eiga ekki að fyr­ir­finn­ast í siðmenntuðu sam­fé­lagi þar sem mann­rétt­indi eiga að vera í fyr­ir­rúmi. Það er ekki í lagi að börn á biðlista eft­ir lög­bund­inni þjón­ustu í vel­ferðar- eða heil­brigðis­kerf­inu verði fyr­ir lík­am­legu, and­legu eða fé­lags­legu tjóni vegna biðar­inn­ar.

Það eru fá börn sem eru í þess­um aðstæðum segja ráðamenn. Þetta eru rúm­lega fimm þúsund börn sem eru í fá­tækt. Eru það fá börn? Þá er nær ann­ar eins fjöldi barna á fá­tækt­ar­lín­unni eða rétt fyr­ir ofan hana.

Er eðli­legt að skerða barna­bæt­ur við lægstu líf­eyr­is­laun frá Trygg­inga­stofn­un rík­is­ins, sem eru fyr­ir vel und­ir fá­tækt­ar­mörk­um? Nei, auðvitað ekki, en samt ger­ir rík­is­stjórn­in það. Jaðar­sett­ar fjöl­skyld­ur með börn úti í horni vel­ferðar- og heil­brigðis­kerf­is­ins eru okk­ur hér á Íslandi til há­bor­inn­ar skamm­ar.

Að jaðar­setja fólk sem glím­ir við fötl­un, veik­indi eða bara elli er rík­is­stjórn­inni til há­bor­inn­ar skamm­ar. Að segja fyr­ir kosn­ing­ar að þeir verst settu í okk­ar sam­fé­lagi geti ekki beðið leng­ur eft­ir rétt­læti og gera síðan ekk­ert í því, held­ur leyfa mál­um að þró­ast í þver­öfuga átt næstu árin er fá­rán­legt.

Á fyrr­nefndri ráðstefnu kom fram um fá­tækt barna að hver króna sem sett er í það að út­rýma fá­tækt skil­ar sér tí­falt aft­ur og ég er sann­færður um að hún skil­ar sér í raun hundraðfalt til baka ef við tök­um inn í dæmið and­leg­an, lík­am­leg­an og fjár­hags­leg­an ávinn­ing sam­fé­lags­ins af því að út­rýma fá­tækt barna.

Flokk­ur fólks­ins seg­ir: Eitt barn á biðlista í vel­ferðar- og heil­brigðis­kerf­inu er einu barni of mikið. Eitt barn í fá­tækt er einu barni og of mikið.

Deila