Jólabónus fyrir öryrkja og eldri borgara?

Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son, fé­lags- og vinnu­málaráðherra, seg­ist hafa beitt sér fyr­ir því við rík­is­stjórn­ar­borðið að reynt verði að mæta ör­orku­líf­eyr­isþegum upp að ákveðnu marki með sam­bæri­leg­um aðgerðum og í kring­um síðustu jól. Var þá ákveðið að greiða út sér­staka ein­greiðslu til þessa hóps í fjár­auka­lög­um. Kom þetta fram í svari hans við fyr­ir­spurn Ingu Sæ­land, for­manns Flokks fólks­ins, í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­ar­tíma á Alþingi í dag.

Inga rifjaði upp að ein­greiðslan hefði verið 50 þúsund krón­ur í fyrra og árið þar á und­an óskert. Sagði hún nú ekk­ert liggja fyr­ir og vísaði til þess að staðan væri nú mun erfiðari og þyngri en fyr­ir síðustu jól. „Fólkið okk­ar, efnaminnsta fólkið okk­ar, sem berst í bökk­um og gerði það fyr­ir verðbólgu­brjálæðið sem við erum að ganga í gegn­um núna, er að taka á sig, eins og við öll hin, 9,4% verðbólgu með öll­um þeim öm­ur­leg­heit­um sem því fylg­ir fyr­ir fjöl­skyld­urn­ar og fólkið í land­inu,“ sagði Inga.

Guðmund­ur svaraði því til að rík­is­stjórn­in hefði ákveðið að hækka bæt­ur um 3% um mitt ár fyr­ir ör­orku- og elli­líf­eyr­isþega og hús­næðis­bæt­ur hafi hækkað um 10%. Þá vísaði hann jafn­framt til þess að rík­is­stjórn­in hefði aukið fjár­fram­lög til hjálp­ar­stofn­ana á und­an­förn­um árum og að í fjár­laga­frum­varp­inu sem nú lægi fyr­ir Alþingi væri gert ráð fyr­ir auka 6% hækk­un til ör­orku- og elli­líf­eyr­isþegum. Sagði Guðmund­ur að þetta ætti að mæta þeirri verðbólgu sem orðið hef­ur.

Inga brást hins veg­ar ókvæða við því að Guðmund­ur hefði nefnt þessi 3% og sagði hana ekki ná í hæl­ana á verðbólg­unni und­an­farið. Ítrekaði hún einnig að hátt ákall væri um ein­greiðslu, en Inga sagði hana hafa kostað 1,1 millj­arð í fyrra.

Deila