Alþingismennirnir Inga Sæland og Jónína Óskarsdóttir verða á ferð og flugi á næstunni í tilefni kjördæmadaganna. Tveir opnir fundir verða haldnir fyrir norðan í dag. Fyrri fundurinn verður haldinn á kaffihúsinu Gísli, Eiríkur, Helgi – kaffihús– Dalvík klukkan 13:00 og hinn síðari verður haldinn á Ólafsfirði í húsi eldri borgara klukkan 16:00.
Hittumst öll og ræðum við alþingismennina Ingu Sæland og Jónínu Óskarsdóttur um það sem skiptir okkur máli. Frekari upplýsingar um komandi fundi koma bráðlega.