Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar er hafin
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hjá sýslumönnum og utanríkisþjónustunni er hafin. Leiðbeiningar fyrir kjósendur og upplýsingar um kjörstaði má nálgast á vef stjórnarráðsins:
https://island.is/s/syslumenn/kosning-utan-kjoerfundar
Utankjörfundarskrifstofa Flokks fólksins er til þjónustu reiðubúin og er á skrifstofu flokksins að Fjörgyni 1. Tengiliðir eru Jónína og Baldvin, sími 6808020 & 8316200.
Fyrir frekari upplýsingar og aðstoð er hægt að hafa samband við okkur í gegnum heimasíðu okkar eða með því að senda tölvupóst á flokkurfolksins@flokkurfolksins.is. Einnig er hægt að senda utankjörfundaratkvæði í sendiumslögum merktum kjósanda; við komum þeim í rétt kjördæmi.
Spurt og svarað varðandi kjósendur með lögheimili erlendis - Hvar get ég kosið?
Kjósendur með lögheimili erlendis geta kosið í sendiráðum og hjá ræðismönnum erlendis. Sjá upplýsingar á vef utanríkisráðuneytisins:
https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2024/10/21/Utankjorfundaratkvaedagreidsla-erlendis-vegna-Althingiskosninga-30.-november-2024/
Kjósendur sem staddir eru á Íslandi á tímabilinu 7. nóvember – 30. nóvember geta einnig kosið hjá sýslumönnum og á utankjörfundarkjörstöðum.
Kjósendur eru minntir á að hafa skilríki með sér á kjörstað.
Hvernig veit ég hvort ég sé á kjörskrá og hvert lendir atkvæði mitt?
Kjörskrá hefur verið birt, sjá upplýsingar á vef Þjóðskrár: https://www.skra.is/folk/kjorskra-og-kosningar/
- Atkvæði kjósenda með erlent lögheimili, sem búið hafa skemur en 16 ár erlendis, talið frá 1. desember næstum fyrir kjördag, lendir í því kjördæmi sem kjósandi var síðast með lögheimili skráð á Íslandi.
- Ef kjósandi var síðast með lögheimili á Íslandi fyrir innan við 16 árum, talið frá 1. desember næstum fyrir kjördag, er hann enn á kjörskrá.
- Ef kjósandi hefur aldrei átt lögheimili á Íslandi getur hann ekki kært sig inn á kjörskrá.
Hvernig fer utankjörfundaratkvæðagreiðsla fram?
- Skilríki: Kjósandi þarf alltaf að gera grein fyrir sér með löggiltum persónuskilríkjum; vegabréfi, ökuskírteini eða nafnskírteini, til að fá kjörgögn afhent.
- Kjörgögn: Kjörgögn samanstanda af kjörseðli, kjörseðilsumslagi, fylgibréfi og sendiumslagi.
- Útfylling kjörseðils: Kjörseðillinn er auður. Á hann skrifar eða stimplar kjósandi listabókstaf Flokks fólksins, sem er F.
- Kjörseðilsumslag: Setjið kjörseðilinn í kjörseðilsumslagið, límið það aftur og ekkert er skrifað á það.
- Fylgibréf: Fyllið út fylgibréfið og undirritið það í viðurvist kjörstjóra, sem vottar atkvæðagreiðsluna.
- Sendiumslag: Setjið kjörseðilsumslagið og fylgibréfið saman í sendiumslagið. Á framhlið þess skal rita heimilisfang sýslumanns eða kjörstjórnar þar sem þið teljið ykkur vera á kjörskrá. Á bakhlið skal rita nafn, kennitölu og lögheimili kjósanda.
- Sending atkvæðis: Ef kjósandi greiðir atkvæði í öðru umdæmi eða erlendis, annast hann sjálfur sendingu atkvæðis síns til sýslumanns eða kjörstjórnar sem hann telur sig vera á kjörskrá hjá eða til Flokks fólksins – utankjörfundarskrifstofu, Fjörgyn 1, 112 RVK. Við komum atkvæðum til skila í rétt kjördæmi fyrir lokun kjörstaða á kjördag.
- Póstsending: Samkvæmt lögum er kjörstjóra skylt, ef kjósandi óskar þess, að koma bréfinu í póst á kostnað kjósanda. Við mælum með að nota skráðan póst til að tryggja að atkvæðið berist í tæka tíð.
- Frestur: Atkvæðisbréfið þarf að hafa borist kjörstjórn eða kjördeild í kjördæmi kjósanda fyrir lokun kjörstaða á kjördag.