Köld jól?

Það er furðulegt hvernig rík­is­valdið virðist aldrei skorta fjár­muni þegar kem­ur að því að út­hluta þeim í þágu auðmanna og fyr­ir­tækja þeirra sem moka til sín millj­örðum á millj­arða ofan í hrein­an hagnað ár­lega. Það er alltaf já­kvætt ef vel geng­ur en þá skal einnig taka til­lit til þess þegar kem­ur að því að út­hluta al­manna­fé. Hvaða sturlun er það t.d. að al­menn­ing­ur greiði ríf­lega hundrað millj­ón­ir til að styrkja einka­rek­inn fjöl­miðil í eigu millj­arðamær­ings?

Millj­arður var sett­ur í að styðja við bíla­leig­ur sem skiluðu met­hagnaði á ár­inu. Styrk­ur til að aðstoða við kaup á raf­bíl­um. Ann­ar millj­arður klædd­ur í græna kjól­inn til að styðja við orku­skipti út­gerðar­inn­ar sem hef­ur skilað tug­um millj­arða í arð. Fyr­ir­tæki sem maka krók­inn á „sam­eig­in­leg­um auðlind­um okk­ar“ og hafa rúm­lega bol­magn til að borga fyr­ir sig sjálf. Það er eins og ekk­ert eft­ir­lit sé með því hvert pen­ing­arn­ir fara eða með öðrum orðum, hvar helst sé þörf á út­deil­ingu pen­ing­anna okk­ar til hags­bóta fyr­ir sam­fé­lagið í heild.

Tug­ir millj­arða fara í það sem ég kalla hreint og klárt bruðl enda set­ur Flokk­ur fólks­ins fólkið í fyrsta sæti en myndi aldrei eyða fé í til­hæfu­laus­ar snobbráðstefn­ur til að sýn­ast eitt­hvað stórt á alþjóðavett­vangi. Við ein­fald­lega erum pínu­lítið ör­ríki og því fyrr sem það er viður­kennt því betra fyr­ir alla. Það er því óverj­andi hvernig stjórn­völd eru út­belgd af mik­il­mennsku­brjálæði á kostnað okk­ar minnstu bræðra og systra.

Sem dæmi má nefna óstjórn­lega bruðlráðstefnu Evr­ópuráðsþings­ins sem hald­in var í Hörpu á dög­un­um og kostaði skatt­greiðend­ur millj­arða króna.

16 millj­arðar á ári fara nú í úr­vinnslu um­sókna hæl­is­leit­enda um alþjóðlega vernd. Mála­flokk­ur sem kostaði 500 millj­ón­ir fyr­ir ekki svo löngu. Ástæðan er ákv­arðana­fælni og aum­ingja­skap­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar við að koma bönd­um á mála­flokk­inn.

Það stóð held­ur ekki í rík­is­stjórn­inni að veita fyrr­ver­andi fjár­málaráðherra 6 millj­arða króna heim­ild und­ir ráðuneyti í einu dýr­asta hús­næði lands­ins, nýja Lands­banka­hús­inu við Aust­ur­bakka sem ég hef kosið að kalla Snobb-Hill.

Alltaf virðast vera til næg­ir pen­ing­ar fyr­ir auðvaldið og snobbið en þegar kem­ur að því að rétta sára­fá­tæku fólki hjálp­ar­hönd þá er allt í einu gríðarleg festa í rík­is­fjár­mál­un­um.

Flokk­ur fólks­ins er með breyt­ing­ar­til­lögu við fjár­auk­ann eins og áður þar sem við biðjum nú um 142 millj­ón­ir kr. til að greiða 2.135 eldri borg­ur­um 66.381 kr. í jóla­bón­us skatta- og skerðinga­laust eins og við höf­um fengið fyr­ir ör­yrkja. Ég vona inni­lega að ég þurfi ekki að upp­lifa NEI-mann­vonsku rík­is­stjórn­ar­inn­ar eina ferðina enn.

Deila