Kyrrstaðan rofin í húsnæðismálum

Síðastliðinn föstu­dag var myndaður nýr meiri­hluti í Reykja­vík. Helstu áherslu­mál meiri­hlut­ans eru þau sömu og áhersl­ur nýrr­ar rík­is­stjórn­ar; að rjúfa kyrr­stöðu síðustu ára í upp­bygg­ingu á hús­næði á viðráðan­leg­um kjör­um.

Það sem er merki­legt við breytt stjórn­ar­mynst­ur og breytt viðhorf þeirra sem nú stjórna borg­inni og sitja við rík­is­stjórn­ar­borðið er að vilj­inn til verka er sterk­ari en áður hef­ur tíðkast. Ráðherra hús­næðismála hef­ur gengið á lagið og skipað sér­stak­an átaks­hóp um upp­bygg­ing­una og nýr borg­ar­meiri­hluti hef­ur lýst því yfir að brotið verði nýtt land og heild­ar­end­ur­skoðun fari fram á svæðis­skipu­lagi og vaxt­ar­mörk­um, með framtíðar­upp­bygg­ingu næstu ára­tuga að leiðarljósi. Hér er um mikla og löngu tíma­bæra viðhorfs­breyt­ingu að ræða.

Eitt stend­ur þó upp úr. Bæði ríkið og Reykja­vík­ur­borg ætla að vinna í nánu sam­starfi við verka­lýðshreyf­ing­una að lang­tíma­upp­bygg­ingu og skemmri tíma lausn­um. Nýj­ar lausn­ir og spenn­andi hug­mynd­ir verða kynnt­ar næstu vik­ur og mánuði í þeim efn­um. En af hverju náið sam­starf við verka­lýðshreyf­ing­una?

Ólíkt því sem stjórn­ar­andstaðan held­ur fram hafa stjórn­völd gegnt mik­il­vægu hlut­verki við gerð kjara­samn­inga. Það hef­ur verið regla frek­ar en und­an­tekn­ing að stjórn­völd komi að kjara­samn­ing­um og mik­il­væg­um fé­lags­leg­um um­bót­um, sér­stak­lega þegar kem­ur að hús­næðismál­um. Sem dæmi má nefna að Bygg­inga­fé­lag alþýðu var stofnað með lög­um 1929 og varð grunn­ur­inn að verka­manna­bú­stöðum. Með Júní­sam­komu­lag­inu árið 1964 um bygg­ingu 1.250 íbúða í Breiðholti, sem á end­an­um urðu 7.600. Með lög­um um al­menn­ar íbúðir sem voru hluti af kjara­samn­ing­um árið 2015 og varð grunn­ur­inn að upp­bygg­ingu Bjargs og Blæv­ar, sem hafa byggt ríf­lega 1.300 hag­kvæm­ar íbúðir á síðustu sex árum. Stærstu sigr­arn­ir sem hafa náðst í hús­næðismál­um hafa þannig verið í nánu sam­starfi við verka­lýðshreyf­ing­una.

Hús­næðis­fé­lög ASÍ og BSRB hafa, við þröng­an kost og hátt vaxta­stig, náð að byggja rúm­lega 1.300 hag­kvæm­ar íbúðir í hæsta gæðaflokki á síðustu árum. Það sem er merki­legt, og í raun ein­stakt, við þessa upp­bygg­ingu er að öll hef­ur hún verið fram­kvæmd á kostnaðaráætl­un og staðist fram­kvæmda­tíma, sem er fá­heyrt í ís­lenskri bygg­ing­ar­sögu. Verka­lýðshreyf­ing­in hlýt­ur því að vera fyrsti og eini kost­ur­inn til sam­starfs í þeim gríðar­stóru verk­efn­um sem fram und­an eru í hús­næðismál­um.

Til að þetta geti gengið eft­ir þarf rík­an póli­tísk­an vilja. Það hef­ur raun­gerst. Við í Flokki fólks­ins höf­um því náð þeim ein­staka ár­angri að kom­ast í þá stöðu að hafa áhrif, raun­veru­leg áhrif, til að rjúfa kyrr­stöðu í hús­næðismál­um síðustu ára. Þær áhersl­ur skína í gegn­um sátt­mála bæði rík­is­stjórn­ar­inn­ar og nýs borg­ar­meiri­hluta.

Við lát­um verk­in tala.

Deila